HráfæðiUppskriftir

Litlar brokkolíbökur

Botn:

  • 2 dl sesamfræ*
  • 2 dl möndlur*
  • ½-1 dl hálfsólþurrkaðir kirsuberjatómatar frá LaSelva
  • 1 hvítlauksrif
  • smá himalayasalt

Allt sett í matvinnsluvél og blandað saman þar til þetta verður að vel samanhangandi deigi.

Deigið er sett í lítil bökuform og inn í kæli. Einnig má setja bökuformin í þurrkofninn og þurrka við 105*F í 6-8 klst. Ef þið eigið ekki þurrkofn er hægt að setja þetta inn í venjulegan bakarofn og stilla á blástur og 50*C

Fylling:

  • 2 dl sólblómafræ*, lögð í bleyti í 2 klst
  • safi úr 1 lime
  • 1 brokkolí höfuð, bæði stilkur og blóm, skorið í bita
  • 1 búnt ferskt basil
  • 1-2 hvítlauksrif
  • 1 msk tamarisósa*
  • 1 tsk laukduft
  • ½ tsk himalayasalt

Allt sett í matvinnsluvél og maukað saman.

Ef það vantar meiri vökva er hægt að bæta smá vatni eða limesafa útí.

Fyllingin er síðan sett í bökubotnana.

Ofaná:

  • Hálfsólþurrkaðir kirsuberjatómatar frá LaSelva til að skreyta með.

*fæst lífrænt frá himneskri hollustu

Uppskrift: Sólveig Eiríksdóttir

Previous post

Fylltir tómatar

Next post

Hrísgrjóna-karríbuff

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *