Kökur og eftirréttirUppskriftir

“Blóma” múffur

  • 5 dl spelt* gjarnan fínt og gróft til helminga
  • 1 ½ dl þurrristað kókosmjöl*
  • 2 rifnar gulrætur (ca 100g)
  • 1 ½ tsk vínsteinslyftiduft*
  • 1 tsk kanill
  • ¼ – ½ tsk himalaya eða sjávarsalt
  • 1 ½ dl hrísgjrónamjólk eða önnur mjólk
  • 1 msk möluð hörfræ (má líka nota 1 egg)
  • ¾ dl kaldpressuð kókosolía
  • 1 ½ dl agavesýróp

Hitið ofninn í 180*C, blandið saman í skál: spelti, ristuðu kókosmjöli, rifnum gulrótum, vínsteinslyftidufti, kanil og salti.

Setið möndlumjólk, (eða aðra mjólk) möluð hörfræ (eða egg) kókosolíu og agavesýróp í matvinnsluvél og hrærið smá stund, hellið síðan saman við þurrefnablönduna og blandið.

Setjið í smurð muffinsform eða bréf og bakið við 180*C í um 20-25 mín.

Það eru til ótrúlega flott blóma múffuform í Hagkaup sem gerir nestið enn girnilegra……

*Fæst lífrænt frá himneskri hollustu

 

Uppskrift: Sólveig Eiríksdóttir

 

Previous post

Bláberja- og pecanmuffins

Next post

Kókoshveitisúkkulaðikaka

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *