Vinsæl Greinar

Fræðslumolar um heimlisþrifFræðsluskjóðan

Vond lykt

Edik er sótthreinsandi og líka lyktareyðandi. Blandaðu borðediki við vatn og strjúktu innan úr skáp með vondri lykt, eða helltu því í dýnu sem lyktar illa, leggðu illa lyktandi þvott í bleyti með ediki eða settu smá edik í þvottavélina.  

READ MORE →
hálsrígur
Fræðslumolar um hreyfinguFræðsluskjóðan

Æfingar við hálsríg

Við stirðleika í hálsi eftir langan akstur eða mikla setu fyrir framan tölvuna, ætti að gera æfingar til að mýkja hálsvöðvana. Leggið aðra höndina yfir öxl hinnar hliðarinnar. Hallið höfðinu í átt frá hendinni til að teygja á hálsvöðvunum. Gerið beggja megin. Leggið hönd við hnakkagrófina og ýtið höfðinu varlega …

READ MORE →
Að sparsla í göt eftir nagla
Fræðslumolar um meðferðirFræðsluskjóðan

Að sparsla í göt eftir nagla

Til að sparsla í göt á vegg, eftir nagla og skrúfur, er gott að gera þunna sparslblöndu, fá sér þykkt sogrör og fylla það með sparslblöndunni. Svo er rörinu stungið alveg inn í gatið á veggnum, rörið er klemmt saman og blöndunni þrýst inn í gatið. Á þennan hátt fyllist …

READ MORE →
Fræðslumolar um heimlisþrifFræðsluskjóðan

Að þrífa bakvið ofna

Það getur oft verið ansi erfitt að þrífa á bakvið miðstöðvarofnana. Bleytið viskastykki eða tusku og leggið það á gólfið fyrir neðan ofninn.  Sækið hárblásarann og blásið rykinu á bakvið ofninn, niður, það fellur á blauta stykkið undir ofninum.

READ MORE →
Grænar jurtir
Fræðslumolar um meðferðirFræðsluskjóðan

Grænar jurtir

Spirulina, chlorella, bygggras og steinselja. Allar þessar jurtir innihalda mikið af næringarefnum, steinefnum og mikið af blaðgrænu og að neyta þeirra er eins og að fá auka súrefni inn í líkamann.

READ MORE →
Að gera líkamann basískari
Fræðslumolar - góð ráð við ýmsum kvillumFræðsluskjóðan

Að gera líkamann basískari

Ef þú vilt verða basískari þá er ótrúlega auðveld og fljótleg leið að drekka grænt basavatn. Þá setur þú 1 ltr af vatni á flösku og 1 tsk af ALKALIVE green útí ásamt  40 dropum af alkalive booster step 1 og 10 dropum af alkalive booster step 2. Byrjaðu á …

READ MORE →
Þægileg aðferð til geymslu á rúmfötum
Fræðslumolar um meðferðirFræðsluskjóðan

Þægileg aðferð til geymslu á rúmfötum

Setjið saman það sem þarf á rúmið, lak, sængurver og koddaver. Hafið bunkann í hæfilegri stærð svo að hægt sé að setja allt settið saman inn í eitt koddaverið. Þá er kominn mjög svo meðfærilegur bunki, allt á einum stað og auðvelt að kippa honum undan öðrum bunkum á hillunni. …

READ MORE →
Fræðslumolar um heimlisþrifFræðsluskjóðan

Vond lykt úr ísskáp

-Látið 2-3 tsk af matarsóda standa í opnu íláti í ísskáp og þið losnið við alla lykt úr honum!

READ MORE →
Að skera sveppi
Fræðslumolar um meðferðirFræðsluskjóðan

Að skera sveppi

-Skera sveppi.. bara skella þeim í eggjaskerann:)

READ MORE →
tyggjó í fötum
Fræðslumolar um þrif á fatnaðiFræðsluskjóðan

Að ná tyggjó úr fatnaði

Besta ráðið til að ná tyggigúmíi úr flík, er að frysta flíkina og þá molnar tyggjóið auðveldlega úr. Ef að aðstæður eru þannig að ekki er hægt að koma því við að setja flíkina í frysti, þá er gott að setja klaka á tyggjóklessuna, en við það harðnar það aðeins …

READ MORE →