MataræðiVítamín

Mikilvægi D-vítamíns

D-vítamín er eitt af mikilvægustu vítamínunum sem að líkaminn þarfnast til að halda góðri heilsu. Það hjálpar húðinni með gróanda, eflir ónæmiskerfið og verndar líkamann gegn óæskilegum örverum.

Besta leiðin til að líkaminn fái nægjanlegt D-vítamín, er að vera úti í sólinni. Sólargeislarnir, útfjólubláir geislar sólarinnar, eru lykillinn að jafnvægi á D3-vítamíni í líkamanum.

Rannsókn sem að gerð var af Richard L. Gallo, M.D., Ph.D., frá University of California-San Diego School of Medicine sýnir, að sár á húðinni þarfnist D3-vítamíns til að koma í veg fyrir sýkingu í sárinu og til að hefja og flýta fyrir eðlilegum gróanda. Rannsóknin birtist í marshefti The Journal of Clinical Investigation.

Mike Adams, höfundur bókarinnar „Heilunarmáttur sólarljóss og D-vítamíns” tekur undir þessar niðurstöður og fagnar þeim heilshugar. Hann segir:  „nú hefur verið staðfest hve heilunarmáttur sólarinnar og D-vítamíns er stórkostlegur”.

„Við fáum sólskinið ókeypis og eigum að njóta þess, en ekki forðast! Við eigum að vera skynsöm þegar að kemur að sólböðum og vera frekar styttra í einu í sólinni á meðan að líkaminn venst geislunum, frekar en að nota sólarvörn, sem kemur í veg fyrir D-vítamínupptöku líkamans frá sólargeislunum”.

Previous post

Fjölvítamín

Next post

Vítamín og steinefni

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *