Það er ekki komin dagsetning á næsta námskeið, en ef þú skráir þig á biðlistann, þá sendum við þér skilaboð og þú færð tækifæri á að skrá þig um leið og opnað verður fyrir skráningar.
Hljómar þetta kunnuglega?
„Ég er undirlögð af bólgum og verkjar í hverja taug. Meltingin er hræðileg og jafnvel þó ég borði hollan mat þá þyngist ég.“
„Ég er óánægður með heilsuna. Ég er með liðverki, bjúg, hjartavandamál, meltingarörðugleika, og það sem háir mér mest er að ég er úrvinda af þreytu alla daga og verkjar í allan líkamann.“
„Læknarnir finna ekki út úr því hvað er að mér.“
„Ég þurfti að minnka við mig vinnuna vegna verkja og orkuleysis, en samt er ég alveg að gefast upp og íhuga núna að hætta alfarið að vinna.“
„Innst inni finnst mér að ég geti ekki haldið svona áfram mikið lengur, þar sem ekkert virkar fyrir mig nema sjúkraþjálfun sem veitir mér tímabundið betri líðan. Ég er hrædd um að geta ekki tekið virkan þátt í lífi barnanna minna og ég er farin að einangra mig frá félagslífi og fólki sem mér þykir vænt um.“
„Mér líður eins og ég sé að verða fangi eigin líkama. Sökum slæmrar heilsu er margt sem ég get ekki lengur gert, eins og skemmta mér og njóta lífsins með fjölskyldu og vinum.“
„Fjölskylda mín heldur að heilsufarsvandamál mín stafi af hreyfingarleysi … kannski af því hreyfing virkar fyrir þau.“
Þú ert ekki ein(n)
„Eftir tæplega fimm mánuði á prógramminu hefur heilsan batnað stórkostlega, verkir hafa minnkað mikið, hef losnað við sykursýki 2, sem ég var á lyfjum við. Beinþéttni orðin eðlileg en ég var komin með beinþynningu og álit læknisins míns á blóðprufunum er „alveg fáránlega góðar“. Ég hef breytt um mataræði áður og gengið ágætlega, en þetta er í fyrsta skipti sem ég hef getað haldið mig á beinu brautinni.“
- Ásta Guðný Kristjánsdóttir
Fjöldi fólks er í svipaðri stöðu og þú, á við heilsuleysi að stríða og notar allar hugsanlegar aðferðir til að endurheimta orku og minnka verki: Lyf, læknisheimsóknir, sjúkraþjálfun, mataræðisbreytingar, nudd, gönguferðir, fara í sund, stunda jóga eða ferðast til heitari landa ... svo dæmi séu tekin.
Margt af þessu virkar aðeins tímabundið, svo þú heldur endalaust áfram að leita leiða til að lina verkina og öðlast betri líðan.
Á sama tíma lifir þú jafnvel í stöðugum ótta um að líf þitt verði aldrei aftur samt, af því sjúkdómar og bólgur í líkamanum gera jafnvel auðveldustu verkefni eins og að klæða sig eða greiða hárið að áskorun.
Og þrátt fyrir allar tilraunir til að bæta heilsuna og öðlast meiri vellíðan þá hefur það ekki tekist, og þér líður jafnvel enn verr.
Það var oft dagsverkefni hjá mér þegar ég var sem veikust að fara í sturtu. Sú einfalda athöfn kláraði hreinlega orkubirgðirnar fyrir þann daginn.
Sannleikurinn er sá að…
Margt fólk sem er veikt af ólæknandi sjúkdómum fær því miður að heyra frá læknum og öðru heilbrigðisstarfsfólki að það þurfi að læra að lifa með sjúkdómnum og eigi ekki að gera sér vonir um bata.
Það fyrirfinnast meira en 100 sjálfsónæmissjúkdómar (og þeim fer fjölgandi). Þeir eru þriðji algengasti flokkur sjúkdóma og eru jafnvel vantaldir.
Lyf geta ekki læknað þá, eingöngu gert veikindin aðeins bærilegri…
Þér gæti líka verið ráðlagt að borða hollan mat. Ef til vill er mataræði þitt nú þegar frekar heilsusamlegt, en samt leysir það ekki vandamál þín.
Veistu, það er ekki nóg að „borða bara hollt“. Oft eru einmitt þær fæðutegundir sem þú telur vera hollar, að skaða líkama þinn.
„Áður en ég byrjaði á námskeiðinu var ég í mikilli afneitun varðandi heilsufar mitt og hélt að ég væri að borða mjög hollan mat. Námskeiðið opnaði augu mín og ég lærði heilmargt um næringu, um falin innihaldsefni, og um sjálfa mig og samband mitt við streitu og heilsufar.“
– Eugenia D.
Eftir að hafa haldið námskeiðin mín í rúm fimm ár, þá hef ég áttað mig á því að þegar kemur að mataræði og næringu, þá er vöntun á leiðsögn og réttum verkfærum oft helsta hindrun fólks á vegferð þeirra í átt að betri heilsu.
Annað ráð sem þú færð kannski frá fólkinu í kringum þig, læknum og sjúkraþjálfurum, er að æfa meira, eins og það sé eina lausnin við öllum þínum kvillum.
Þarftu ekki að hreyfa þig meira? Ferðu í gönguferðir? Ertu að æfa nóg?
En fyrir fólk sem á við veikindi að stríða, þá er aukin hreyfing ekki alltaf af hinu góða né heppileg sem fyrsta skrefið í átt til bata.
Sumt fólk með heilsuvandamál pínir sig til að fara í ræktina 3-5 sinnum í viku en vigtin stendur í stað og orkan eykst ekkert. Þegar ég var sem allra veikust fór ég stundum í 10 mínútna gönguferð með þeim afleiðingum að ég var rúmliggjandi í 1-3 daga á eftir til að jafna mig.
Heilsuhraust manneskja á oft erfitt með að skilja að þegar þú glímir við verki og heilsuleysi þá þarftu orku til að framkvæma jafnvel einföldustu hluti eins og að versla í matinn, orku sem þú hefur hreinlega ekki.
Öll ráðin og mislukkuðu lausnirnar gætu brotið niður sjálfstraust þitt og þú farið að rífa sjálfa(n) þig niður fyrir að vera ekki að gera meira. Og það getur aukið enn á vandann þar sem sjálfsniðurrif er streituvaldandi og eykur enn frekar álagið á líkamann, sem er veikur fyrir.
Ég skal segja þér eitt: Þú þjáist ekki af leti, þig skortir ekki framtakssemi og þú þarft ekki bara að læra að lifa með þessum heilsukvillum sem skerða lífsgæði þín. Þú þarft heldur ekki að líta á stirðleika og verki sem óhjákvæmilega fylgifiska þess að eldast.
Þú átt tækifæri á því að endurheimta líf þitt og á ný fara að gera hluti sem þú elskar að gera, eins og fara í gönguferðir eða leika við börnin þín eða barnabörnin.
Því miður er ekki til nein töfrapilla eða leynileg formúla sem mun gefa þér heilsu og eilíft líf…
Góðu fréttirnar eru þær að við vitum hvað gæti hjálpað þér að fá orkuna þína, heilsu og líf aftur...
Ég taldi mig hafa prófað allt og missti tímabundið alla von um að það fyrirfyndist lausn. Það var ekki fyrr en mér tókst að setja saman prógramm sem kom líkamskerfum mínum í jafnvægi að ég fór að finna árangur.
Þetta prógramm hefur ekki aðeins hjálpað mér, heldur líka NOKKUR HUNDRUÐ nemendum mínum að endurheimta heilsuna.
Og það sem ein manneskja getur gert, getur önnur gert á sama hátt.
Þú gætir verið manneskjan sem segir:
„Vinir mínir eru alltaf að spyrja hvað ég sé eiginlega að gera, þar sem ég virðist alltaf vera að yngjast“
„Ég kom með miklar væntingar inn á námskeiðið en það og minn eiginn árangur hefur farið fram úr björtustu vonum. Stend uppi með fullt af nýrri þekkingu og viljaskyrk til að halda áfram að setja mig og mína heilsu í fyrsta sæti. Er full þakklætis og bjartsýni eftir námskeiðið og gef því mín bestu meðmæli.“
- Hildur Blöndal, Uppeldis-og menntunarfræðingur
„Smám saman minnkuðu bólgur og verkir og ég var gráti nær af gleði þegar ég gat gert eitthvað nýtt, eins og að klæða mig án þess að finna til og rétta úr fingrunum. Einnig gladdi það mig ósegjanlega að fylgjast með hinum á námskeiðinu verða betri af sínum sjúkdómum. Fyrir tilstilli Hildar vorum við öll að eignast nýtt og betra líf.“
- Sigríður Pétursdóttir, Rithöfundur
„Einhvers staðar las ég í heilsubók sem læknir skrifaði, að við sætum öll á gullkistu og ef við breyttum ekki mataræðinu þá fyndum við hana ekki. Mér finnst ég hafa fundið gullkistuna og í mínum huga geta það allir á námskeiði hjá Hildi.“
- Karitas Pálsdóttir
Námskeiðið hefst 9. október. Á þessu 16 vikna námskeiði mun ég sýna þér leiðina að bættri heilsu. Þú munt læra hvernig ég losaði mig við nær alla þá sjúkdóma sem stýrðu lífi mínu í mörg ár og hvað ég geri í dag til að viðhalda virkum og verkjalausum lífsstíl.
Með hlýlegri leiðsögn frá mér og starfsfólki mínu, muntu læra hvernig á að vinna með mismunandi líkamskerfi til að tryggja að líkaminn hafi orku og getu til að hefja uppbyggingarferlið.
Prógrammið snýst um svo miklu meira en taka út og bæta inn réttum fæðutegundum, vítamínum og bætiefnum. Um er að ræða heildræna nálgun á líkamann. Það þýðir að þú munt líka kynnast aðferðum til að vinna með taugakerfið og draga úr streitu, og hjálpa þér þannig að styrkja líkama, huga og sál.
Þú færð fræðslumyndbönd með Hildi sem leiða þig í gegnum hvern hluta prógrammsins, og þú getur horft á þau hvenær sem þér hentar meðan á námskeiðinu stendur.
En það er eitt sem þú þarft að vita - þetta er ekki skammtímalausn. Þetta er lífsstílsbreyting…
Þú þarft að vera tilbúin(n) að leggja á þig vinnu.
En þú ert ekki ein(n) á þessari vegferð - þú færð stuðning og góð ráð frá mér og starfsfólki mínu í gegnum vikulega spurningapósta og klukkustundarlanga hóptíma á netinu aðra hverja viku. Í lokaða Facebook hópnum færðu svo enn meiri fræðslu, hvatningu og innblástur til að halda áfram vinnunni að því að öðlast betri heilsu.
„Ert þú tilbúin(n) og fús til að skuldbinda þig og vinna að því að bæta heilsuna á öllum sviðum, líkamlega, andlega og sálrænt?
Þá er þetta virkilega valdeflandi námskeið, sérstaklega ef þú ert viðkvæm manneskja eins og ég, sem þarf að passa upp á heilsuna með mataræði og fæðubótarefnum.
Fyrir mörgum árum las ég einhvers staðar að foreldrar einhverfra barna væru að hjálpa þeim að öðlast bata með mataræði. Á þeim tíma datt mér ekki í hug að það kæmi mér neitt við. Í þessu prógrammi fékk ég í fyrsta skipti forsmekk af þeim sannleika, sannleikanum um að ég get hlotið bata af ADHD og áfallastreitu með hjálp mataræðis, fæðubótarefna, slökunar og sjálfsvinnu.
Hildur og starfsfólk hennar eru kærleiksrík, góð, hvetjandi og áreiðanleg. Það vekur hjá mér von að flest einkenni mín eru þau sömu og Hildur hafði, og hún er lifandi dæmi um lækningu.
Það er líka valdeflandi að taka þátt í prógrammi með mörgu öðru fólki. Það skapast ákveðinn kraftur þegar við erum öll í bataferli samtímis. Við erum félagsverur, hvort sem okkur líkar betur eða verr, og við eflum hvert annað með því að koma saman. Þetta er snilldarleið. Takk fyrir mig..“
- Kvika Föld, Listamaður, dansari, kennari
„Námskeiðið hjá Hildi hjá Heilsubankanum fær 100 % meðmæli frá mér. Það er einstaklega vel skipulagt. Við fengum miklar og góðar upplýsingar og ráðleggingar frá Hildi og Guðbjörgu, bæði í gegnum fyrirlestra, zoom fundi, facebook grúppu og spurningapósta. Það er einstaklega vel haldið utan um þátttakendur og einnig gátum við hjálpað hvert öðru inná lokaðri facebook grúppu.“
- Halla Einarsdóttir, Lærður ljósmyndari
EINSTÖK SKREF-FYRIR-SKREF NÁLGUN
TAKA ÚT
Taka út allt sem stendur í veginum fyrir því að líkaminn geti hafið ferlið við að byggja upp aftur og lagfæra það sem hefur farið úrskeiðis.
BÆTA INN
Bæta inn fæðutegundum sem koma í stað þeirra sem teknar voru út og hjálpa þér að bæta heilsuna.
STYRKJA
Styrkja líkamann með vítamínum og fæðubótarefnum, til að hámarka getu hans til að taka upp næringarefni sem hann þarfnast til að geta byggt sig upp og starfað eðlilega.
STYÐJA
Hvað þú getur gert til að styðja við allt ferlið – hvaða aðferðir geta hjálpað þér að styrkja huga, líkama og sál.
EINSTÖK SKREF-FYRIR-SKREF NÁLGUN
TAKA ÚT
Taka út allt sem stendur í veginum fyrir því að líkaminn geti hafið ferlið við að byggja upp aftur og lagfæra það sem hefur farið úrskeiðis.
BÆTA INN
Bæta inn fæðutegundum sem koma í stað þeirra sem teknar voru út og hjálpa þér að bæta heilsuna.
STYRKJA
Styrkja líkamann með vítamínum og fæðubótarefnum, til að hámarka getu hans til að taka upp næringarefni sem hann þarfnast til að geta byggt sig upp og starfað eðlilega.
STYÐJA
Hvað þú getur gert til að styðja við allt ferlið – hvaða aðferðir geta hjálpað þér að styrkja huga, líkama og sál.
„Með sól í hjarta og hamingjuna hangandi utan á mér get ég ekki annað en mælt eindregið með þessu frábæra námskeiði sem þessir gullmolar sem starfa hjá Heilsueflingu Hildar bjóða upp á.
Ég hef verið að stríða við allskonar kvilla frá því að ég var krakki auk þess að verða fyrir því áfalli að missa barn fyrir um það bil 21 ári síðan.
Áföll taka svo sannarlega sinn toll af heilsu þeirra sem þau ganga í gegnum og geta birst okkur í ótrúlegustu myndum. Kvillar þeir eða sjúkdómar sem líkami minn var búinn að þróa með sér á þeim 58 árum sem ég hef lifað voru ansi margir og skemmst frá því að segja að orka mín og geta til að taka þátt í þjóðfélaginu var svo lítil að ekki gat ég stundað fasta vinnu eftir andlát dóttur okkar, mátti ég þakka fyrir að geta sinnt því allra nauðsynlegasta sem fylgir því að reka heimili og fjölskyldu.
Með árunum versnaði ástandið bara og svörin frá læknum alltaf þau sömu, að ekkert væri hægt að gera, ég yrði bara að læra að lifa með þessu og gæti nú fengið lyf sem gætu hjálpað mér við því sem talað var um hverju sinni. Hef aldrei verið mikið fyrir að taka lyf en maður lét sig hafa það því maður vissi ekki annað en að þetta væri eina leiðin til að manni liði betur, fyrir utan að fara í göngutúra eða stunda hreyfingu sem læknar segja gjarnan líka mikið.
En þegar orkan er engin og verkir endalausir er göngutúrinn bara það sem klárar orkuna fyrr og gerir það að maður getur þá ekki sinnt öllu því sem maður annars hefði getað og lyfin gera bara takmarkað gagn og/eða valda bara fleiri kvillum.
Ég hef frá því ég man eftir mér alltaf fundið til í maganum og alltaf verið viss um að eitthvað væri ekki eins og það ætti að vera í meltingarkerfi mínu en sama hversu oft ég fór í maga- og þarmaspeglun fannst aldrei neitt að mér.
Eins og flestir sem stríða við sjúkdóma og aukakíló var ég búinn að prófa allt sem í boði var en á endanum fór ég bara að taka smá saman út þær matvörur sem ég fann að ég þoldi illa að borða. Ég var búin að taka út nánast allar mjólkurvörur og nánast allt glútein og leið mér betur við það en það vantaði samt svo rosalega mikið uppá að mér liði vel.
Fyrir um það bil 2 árum fór ég að taka eftir miklum breytingum á frænku/vinkonu minni, hún leit orðið svo vel út svo ég fór að forvitnast hjá henni og sagði hún mér þá frá Heilsueflingunni, ég fór að skoða það betur og þar sem maður er nú orðinn ansi skeptískur á allt, verandi búinn að prófa allt það sem ekki hefur virkað var ég ekki alveg að gleypa við þessu strax en undir niðri var ég alltaf að hugsa um að þetta virkilega meikaði sens.
Nú er ég búin að ljúka 16 vikna námskeiði hjá þeim og heilsa mín batnað og orka mín margfaldast á þessum tíma, ég er ekki búin að ná fullkominni heilsu en ég er búin að bæta hana að ég get ímyndað mér 80% og það sem meira er að þær eru búnar að kenna mér hvað ég á að gera til að vera heilbrigð.
Það er hreint ótrúleg vinna sem Hildur hefur lagt á sig við að afla vitneskju og þekkingar til að geta lagað sína heilsu og annarra í kjölfarið. Ég tel mig mjög heppna að hafa fengið að taka þátt í þessu námskeiði sem þessar frábæru og ósérhlífnu konur bjóða uppá.
Allt frá því að fræðast um hvaða áhrif fæðutegundir hafa á starfsemi líkamans okkar til þess að læra að lesa á matarumbúðir hef ég lært á þessu námskeiði og allt þar á milli. Eftir því sem ég lærði meira á námskeiðinu undra ég mig alltaf meir og meir á því að þetta skuli ekki hreinlega vera kennt í grunnskólum því þetta er eitthvað það mikilvægasta sem við þurfum að vita til að vera hraust og heilbrigð. Ég er líka alveg furðulostin yfir því að læknar skuli ekki benda fólki á hversu mataræðið er mikilvægt fyrir heilsuna (þeir vita það kannski ekki), eins og Hildur segir 80% fæðið, 20% annað.
Einhver sagði: „Þú ert það sem þú borðar“, það er bara staðreynd, ein af þeim sem maður lærir hjá þessum elskum. Þúsund þakkir fyrir alla hjálpina Hildur og co.“
- Guðný S. Sigurjónsdóttir, Húsmóðir, mamma og amma
Allt mitt líf hef ég þurft að takast á við mikil heilsufarsvandamál sem þróuðust stöðugt til verri vegar í gegnum árin.
Fyrir fáeinum árum síðan þá var ástand mitt orðið svo slæmt að ég gat einungis verið á fótum í tvær klukkustundir á dag. Ég var með stöðuga verki og vanlíðan, var algjörlega orkulaus, svaf illa og þjáðist af krónísku mígreni.
Ég hef verið að safna á mig hinum ýmsu sjúkdómsgreiningum allt mitt líf, þar með talið er liðagigt, slitgigt, meltingarsjúkdómar, vefjagigt, krónískt mígreni, lágur blóðþrýstingur, skjaldkirtilssjúkdómur og svona má lengi telja.
Fyrir um sjö árum fékk ég nóg. Ég neitaði að vera fórnarlamb „ólæknandi“ sjúkdóma og sór þess eið að finna leið til að öðlast aftur líf mitt.
Tveimur árum síðar var ég laus við öll lyf og flest þau einkenni sem höfðu stjórnað lífi mínu fram að því. Og þá byrjaði fólk að leita til mín eftir aðstoð og vildi fá að vita hvernig ég hafði farið að því að ná stjórn á heilsu minni.
Þannig að ég þróaði netnámskeið þar sem ég leiði fólk skref fyrir skref í gegnum prógrammið mitt.
Til dagsins í dag hafa nær 1.000 manns farið í gegnum prógrammið mitt og það gleður mig fátt jafn mikið og að fá að heyra allar þær stórkostlegu reynslusögur sem fólk deilir með mér af námskeiðunum mínum.
Markmið mitt er að aðstoða eins marga og ég get að feta sömu braut og breytti lífi mínu til hins betra. Við starfsfólk mitt höfum það að markmiði að hjálpa þér að bæta þína heilsu. Svo þú getir endurheimt orkuna og gert það sem þig dreymir um í lífinu.
Vikur 1 - 4
Fyrstu fjórar vikurnar snúast alfarið um að leggja grunnstoðirnar að því að hjálpa líkamskerfum þínum að komast í jafnvægi.
Skref fyrir skref lærir þú að tileinka þér nýtt mataræði - hvað þú þarft að taka út úr mataræðinu og hverju þú þarft að bæta inn til að styðja líkamann í að hefja uppbyggingarferlið.
Þú fræðist líka um innihaldslýsingar matvöru og hvernig á að lesa þær svo þú getir þekkt og forðast skaðleg innihaldsefni í matnum.
Vikur 5 - 12
Þú lærir hvernig þú getur best stutt við líkamann í uppbyggingarferlinu til bættrar heilsu og þú lærir að tileinka þér nýjan lífsstíl til að viðhalda þeim jákvæðu breytingum sem þú ferð að upplifa á prógramminu.
➔ Við munum fjalla um hugleiðslu og hvernig þú getur styrkt líkama, huga og sál með streitulosandi aðferðum.
➔ Þú munt læra um spírun og hvernig hægt er að rækta sínar eigin spírur heima.
➔ Þú færð leiðbeiningar um aðferðir sem hjálpa þér í bataferlinu.
➔ Þú fræðist um frekari hráefni sem dýpka heilunina.
Vikur 13 - 16
Á þessum vikum lærir þú hvaða matvöru þú getur farið að taka aftur inn eftir heilunarferlið. Og hvernig þú getur lagað prógrammið að þínum persónulegu þörfum til þess að viðhalda árangrinum sem þú hefur náð á námskeiðinu og sem tryggir að þú náir enn lengra í bataferlinu.
Þegar námskeiðið byrjar færðu strax aðgang að upptöku, þar sem Hildur sýnir þau tæki og tól sem hún notar mest í eldhúsinu og einfalda alla matreiðslu og matargerð, svo þú getir útbúið dýrindis máltíðir á auðveldan hátt.
Í lok annarar viku námskeiðsins færðu veglega uppskriftabók sem inniheldur meira en 100 uppskriftir sem eru sérsniðnar fyrir prógrammið. Uppskriftirnar eru í hinum ýmsu flokkum, allt frá drykkjum og súpum til morgun- og kvöldverðar o.s.frv.
Um miðbik námskeiðsins lærir þú hvaða skaðlegu efni er mögulega að finna á heimili þínu og hvernig þú getur skipt þeim út fyrir önnur betri til að styrkja heilsu þína.
Hefur þú áhyggjur af því að þú getir ekki haldið þig við prógrammið þegar þú ferðast? Þegar þú hefur farið í gegnum grunninn á námskeiðinu færðu bónusleiðbeiningar um hvernig best er að haga sér á ferðalögum, hvort sem er innanlands eða utan.
Þegar námskeiðið byrjar færðu strax aðgang að upptöku, þar sem Hildur sýnir þau tæki og tól sem hún notar mest í eldhúsinu og einfalda alla matreiðslu og matargerð, svo þú getir útbúið dýrindis máltíðir á auðveldan hátt.
Í lok annarar viku námskeiðsins færðu veglega uppskriftabók sem inniheldur meira en 100 uppskriftir sem eru sérsniðnar fyrir prógrammið. Uppskriftirnar eru í hinum ýmsu flokkum, allt frá drykkjum og súpum til morgun- og kvöldverðar o.s.frv.
Um miðbik námskeiðsins lærir þú hvaða skaðlegu efni er mögulega að finna á heimili þínu og hvernig þú getur skipt þeim út fyrir önnur betri til að styrkja heilsu þína.
Hefur þú áhyggjur af því að þú getir ekki haldið þig við prógrammið þegar þú ferðast? Þegar þú hefur farið í gegnum grunninn á námskeiðinu færðu bónusleiðbeiningar um hvernig best er að haga sér á ferðalögum, hvort sem er innanlands eða utan.
Það getur verið erfitt að breyta um lífsstíl uppá eigin spýtur. Það er því ómetanlegt að hafa stuðning og samfélag þar sem þú getur tjáð þig og tengst öðrum sem eru að glíma við samskonar vandamál og þú.
Þrátt fyrir að Heilsuefling Hildar sé ekki einstaklingsnámskeið, þá er boðið upp á rými fyrir þig til að fá spurningum þínum svarað og áhersla er lögð á samkennd og skilning. Þess vegna standa þér til boða þrjár leiðir til stuðnings og leiðsagnar:
Þú ert á þessu námskeiði á þínum forsendum. Ef þú vilt ekki leggja fram spurningu undir nafni, þá getur þú sent hana í tölvupósti til starfsfólks Heilsubankans, og við munum svara henni nafnlaust í vikulegu útsendingunni.
„Þessar 16 vikur sem ég hef farið eftir prógrammi Heilsueflingar Hildar hafa gefið mér orku vellíðan og bata við kvillum sem hrjáðu mig áður og geng ég ótrauð áfram veginn með þetta góða mataræði í farteskinu með fullvissu um betri heilsu. Takk fyrir mig til þessa en ég verð áfram með í stuðningsprógrammi og hlakka til enn meiri fróðleiks sem Hildur virðist eiga nóg af til að miðla til okkar.“
- Kristín Tryggvadóttir, Kennari/listamaður
„Þetta námskeið hefur frætt mig um gríðarlega margt sem ég ekki vissi varðandi tengsl mataræðis og heilsu. Það hefur gert mér mjög gott að fylgja þeim leiðbeiningum sem ég hef fengið, orkan og heilsan hafa sannarlega færst til betri vegar. Ég mun halda áfram að nýta mér þessa þekkingu til að bæta heilsu mína enn meira.“
- Kristín Mjöll Jakobsdóttir
„Ég gef námskeiði Hildar mín bestu meðmæli. Hún útskýrir vel hvers vegna hún ráðleggur manni að gera hlutina og það finnst mér skipta mestu máli. Námskeiðið hefur hjálpað mér að ná betri andlegri og líkamlegri heilsu og hefur kennt mér hvað ég má eða má ekki borða. Það hefur einnig aukið jafnvægi í lífi mínu. Takk fyrir mig!“
- Helga Markúsdóttir, Kennari
Hvers virði er góður nætursvefn? Margir eyða stórum hluta tekna sinna í ráðgjöf og hinar ýmsu úrlausnir tengdar svefnvandamálum.
Það er sorgleg staðreynd að þegar þú hefur verið greind(ur) með sjálfsónæmissjúkdóm þá ertu 33% líklegri en aðrir að greinast með annan sjúkdóm.
Þegar heilsu þinni hrakar þá hækka útgjöldin - kostnaður við lyfjakaup, læknaheimsóknir, rannsóknir, sjúkraþjálfun, endurhæfingu og öll önnur meðferðarúrræði sem þú prófar í því skyni að leita þér hjálpar.
Þegar þú átt við veikindi að stríða og færð takmarkaða hjálp, þá heldur þú oft áfram að leita leiða til að bæta ástandið t.d. að fara til hnykkjara, hómópata, nuddara, í nálastungur og margt fleira.
Og hver er kostnaðurinn við að detta út af vinnumarkaði?
Ef þú leggur þetta allt saman, þá er fólk jafnvel að eyða HUNDRUÐUM ÞÚSUNDA í allt ofantalið!
Þetta er kostnaður sem þú getur mögulega sparað þér, ef þú nærð góðum árangri á prógramminu hennar Hildar.
Yfir þessar 16 vikur getur námskeiðið opnað augu þín og kennt þér svo ótal margt um næringu, um falin innihaldsefni í matvælum og um sjálfa(n) þig og samband þitt við streitu og heilsu.
Þú munt læra hvaða breytingar þú þarft að gera á mataræði þínu og hvað þú þarft að aðlaga í lífsstíl þínum til að styðja við bataferlið og viðhalda andlegu og líkamlegu heilbrigði.
Þú munt fá leiðsögn og stuðning til að hjálpa þér að ná þeim markmiðum sem þú stefnir að.
Nærri þúsund manns hafa farið í gegnum prógrammið hennar Hildar og margir þeirra náðu ótrúlegum árangri og hafa snúið aftur til lífsins af fullum krafti.
Hjá mörgum þeirra eru verkir og þreyta núna hluti af fortíðinni!
Aukið úthald, betri melting, minni bólgur, minni verkir, betri svefn, þyngdartap... svo nokkur atriði séu nefnd af þeim sem hafa lagast hjá þátttakendum.
Viltu setja sjálfa(n) þig, heilsu þína og vellíðan, í forgang?
„Það er með þakklæti í huga sem ég skrifa þessar línur. Ég var svo lánsöm að sjá auglýsingu frá Hildi Jónsdóttur á Facebook í október 2018. Þar var hún að auglýsa námskeiðið sitt „Heilbrigði og Hamingja, frá vanlíðan til velsældar“ og ég ákvað að stökkva til og taka þátt í námskeiðinu.
Ég hafði um nokkurra ára skeið verið með mjög veikan ristil og maga, verið með mjög erfitt handaexem, með mikinn stoðkerfisvanda. Ég vaknaði alltaf þreytt enda svaf ég mjög illa og fann allstaðar til, hér í dag og þar á morgun. Orkuleysið var algert, heilaþoka og almennt magnleysi einkenndi daga mína. Ég druslaðist til vinnu og reyndi að gera mitt allra besta þar en átti svo ekkert eftir þegar ég kom heim. Hafði mig ekki í að gera neitt fyrir sjálfa mig t.d. fara í sund sem ég annars elskaði.
Það er skemmst frá því að segja að þegar ég var búin að vera á námskeiðinu í þrjár vikur fór ég að finna mun á líðan minni. Ég hef farið í einu og öllu eftir því sem Hildur hefur ráðlagt mér og ég er svo innilega þakklát fyrir að hafa kinnst henni því núna líður mér eins og nýslegnum túskildingi.
Orkan mín er komin til baka, ég vakna á morgnana úthvíld og finn hvergi til. Ég sef betur, er miklu skýrari í kollinum og get gefið af mér bæði í vinnuni og heima. Nú ligg ég ekki lengur þar til ég fer að sofa og geri ekki neitt heldur fer ég í sund, gönguferðir og er farin að stunda yoga.
Hildur er þvílíkur hafsjór af visku um það sem við látum ofan í okkur bæði það sem er gott og slæmt. Hún fylgir okkur á námskeiðinu mjög vel eftir og passar upp á hverja og einn. Námskeiðið er afar vel upp byggt og eru tekin ný skref í hverri viku undir dyggri handleiðslu Hildar.
Þetta skrifar Hjördís Ólafsdóttir, leikskólastjóri sem er alveg í skýunum yfir að hafa endurheimt heilsu sína og er full þakklætis. Takk elsku Hildur mín fyrir að hjálpa mér.“
- Hjördís Ólafsdóttir
„Hjartans þakkir enn og aftur fyrir frábært námskeið á allan hátt! Heilsan mín var komin í rúst, líðanin fór upp og niður og ef ég hefði ekki breytt lífsstílnum mínum og breytt mataræðinu, hefði líklega þunglyndi bæst ofan á allt annað. Það er í raun alls ekki furðulegt hvað það skiptir miklu máli, hvað við setjum ofan í okkur. Þvert á móti er það einfaldlega lykillinn að heilbrigðinu og þar með að vellíðaninni og lífsorkunni. Þýska máltækið, „der Mensch ist, was er isst“ („Þú ert það sem þú borðar“), er góð samantekt á ofannefndu.
Fyrir líkama sem er orðinn veikur er ekki nóg að „borða bara allt í hófi“ og „borða bara nóg af hollu“. Það þarf að fara alla leið og það er það sem við flest náum ekki ein á báti.
Námskeiðið veitir manni þann stuðningi sem einmitt vantar. Að deila áskorununum og líka árangrinum er svo mikilvægt og fyrir mig persónulega eitt sterkasta verkfærið til að halda mig við efnið og halda áfram. Það er vinna að breyta gömlum hefðum, en það er hægt og svo miklu auðveldara að gera það saman, en samt hver fyrir sig, á sínum hraða. Enginn sem skammar þig (nema þinn eigin líkami sem kvartar) ef þú svindlar, heldur mætir þér skilningur og þolinmæði og hvatning að halda áfram og góð ráð til að finna út úr þessu. Ég mæli svo sannarlega með að taka þátt á námskeiðinu sem fyrst. Lífið er núna, takk fyrir mig, Myriam.“
- Myriam Dalstein
Hvað gerist þegar ég er búin(n) að skrá mig?
Þú færð senda staðfestingu frá okkur í tölvupósti um leið og þú ert búin(n) að skrá þig. Í póstinum er linkur á lokaðan Facebook hóp sem þú hefur aðgang að meðan á námskeiðinu stendur. Vinsamlegast sæktu strax um aðgang að hópnum - við opnum hann daginn áður en námskeiðið hefst.
Daginn áður en námskeiðið hefst sendum við þér tölvupóst með öllum nánari upplýsingum.
Hvenær byrjar námskeiðið?
Það er ekki komin dagsetning á nýtt námskeið.
Þarf ég að gera miklar breytingar á mataræðinu?
Svo líkamanum gefist færi á að virkja heilunarferlið þarf að gera miklar breytingar á mataræðinu. Þar af leiðandi er prógrammið ansi stíft til að byrja með. Þegar þú ferð að finna fyrir bættri líðan, minnkandi einkennum og ert jafnvel laus við öll einkenni, þá ferðu að taka ákveðna fæðuflokka hægt og rólega aftur inn í mataræðið.
Hversu mikinn tíma ætti ég að taka frá fyrir námskeiðið á viku?
Fyrstu 4 vikurnar birtum við fræðslufyrirlestra og annað efni þrisvar í viku. Vikur 5 - 12 birtum við fræðsluefni einu sinni til tvisvar í viku. Eftir það er einn fyrirlestur og eitt styttra fræðsluefni birt vikulega (til dæmis kennslumyndband um hvernig á að búa til sína eigin möndlumjólk.) Þar sem um upptökur er að ræða, getur þú horft á fræðslufyrirlestrana á þeim tíma sem þér hentar meðan á námskeiðinu stendur.
Hvað tekur langan tíma að sjá árangur?
Á tveimur til þremur vikum er fólk yfirleitt farið að upplifa jákvæðar breytingar á meltingarkerfinu, og það er grunnurinn að því að önnur kerfi líkamans fari að byggjast upp og heilast. En það er mjög misjafnt hvað uppbyggingartímabilið er langt hjá hverjum og einum og fer eftir því hversu veikt fólk er þegar það kemur inn á prógrammið.
Við hvetjum þig til að setja þér það markmið að fylgja prógramminu þær 16 vikur sem námskeiðið stendur, og meta þá árangurinn og sjá hvort það sé ekki þess virði að halda áfram á sömu braut.
Hvað með lyfin sem ég er að taka?
Við mælum með að þú vinnir náið með læknunum þínum og látir vita að þú sért að taka þátt í þessu námskeiði. Á þann hátt geta þeir hjálpað til við að meta ástand þitt og aðlaga lyfin ef þörf er á, því oft er þörf á að minnka lyfjaskammta hjá fólki sem vinnur prógrammið og margir losna alfarið af lyfjum.
Hvað ef ég fer til útlanda meðan á námskeiðinu stendur, missi ég þá af?
Ef þú hefur netsamband þar sem þú ert, þá getur þú fylgst með að fullu, á þeim tíma sem þér hentar.
Hversu lengi hef ég aðgang að efninu?
Námskeiðið stendur yfir í 16 vikur og þú hefur aðgang að námsgögnunum í tvær vikur til viðbótar. Kjósir þú að halda áfram hjá Hildi eftir það, getur þú farið inn á Stuðningsprógramm, þar sem þú hefur áfram fullan aðgang að öllu efninu af námskeiðinu, ásamt áframhaldandi stuðningi frá starfsfólki Heilsubankans.
Þarf ég að vera eða verða vegan til að taka þátt í námskeiðinu?
Nei alls ekki! En fólk sem er vegan eða grænkerar getur að sjálfsögðu tekið þátt og upplifað sama ávinning og aðrir.
Mun ég upplifa einhver óþægindi eða vanlíðan?
Þú getur búist við að finna fyrir afeitrunareinkennum fyrstu 1-2 vikurnar en það er mjög misjafnt hjá fólki. Sumir finna engin einkenni en aðrir finna flensueinkenni, jafnvel hita, höfuðverk og beinverki.
Eins geta einkenni sem fólk er þegar með aukist eitthvað til að byrja með, áður en þau fara að minnka.
Get ég verið í beinu sambandi við Hildi meðan á námskeiðinu stendur?
Heilsuefling Hildar er ekki einstaklingsnámskeið, en engu að síður þá getur þú alltaf lagt fram spurningar vikulega í Spurningarpóstunum í Facebook hópnum, og þeim verður svarað af ráðgjöfum Heilsubankans í beinni útsendingu. Ef þú vilt ekki koma fram undir nafni þá getur þú sent spurningar í tölvupósti til starfsfólks Heilsubankans og óskað eftir að þér verði svarað nafnlaust.
Á námskeiðinu er einnig boðið upp á hóptíma sem standa í 1 klst. aðra hverja viku, þar sem þú getur fengið persónulegar leiðbeiningar frá Hildi og öðrum ráðgjöfum Heilsubankans.
Að auki, meðan á námskeiðinu stendur ert þú meðlimur í lokuðum Facebook hópi ásamt öðrum þátttakendum, þar sem þú færð frekari stuðning frá starfsfólki Heilsubankans.
Ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi námskeiðið, sendu endilega póst á info@heilsubankinn.is og við munum svara þér eins fljótt og auðið er.
Söluskilmálar
Við kaup á námskeiðinu „Heilsuefling Hildar“ samþykkir þú að Heilsubankinn (Hildur Online ehf) lofar engu, né ábyrgist árangur, af þeim ráðleggingum sem gefnar eru í tengslum við námskeiðið. Heilsubankinn veitir fræðslu- og upplýsinga úrræði sem ætluð eru til að hjálpa þátttakendum á námskeiðinu að ná árangri á leið í átt að betri líðan. Þú samþykkir að endanlegur árangur þinn er afleiðing af eigin viðleitni, þínum sérstöku aðstæðum og óteljandi öðrum þáttum sem Heilsubankinn hefur ekki stjórn og/eða þekkingu á.
Allir vitnisburðir eru raunverulegir. Árangur sem aðrir ná við að fylgja prógramminu sem selt er á þessari vefsíðu tryggir ekki að þú eða einhver annar fáir sambærilegar niðurstöður.