Basmathi hrísgrjón
- 4 dl lífræn basmathi hrísgrjón
- 6 dl vatn
- smá himalaya/sjávarsalt
- 2 heilar kardemommur
- 5 cm kanilstöng
Skolið hrísgrjónin í köldu vatni og látið þau síðan liggja í bleyti í 30 mín í köldu vatni. Setjið þau í pott með vatninu, saltinu kardemommum og kanilstöng og látið suðuna koma upp og sjóðið í um 20 mín slökkvið undir, hafið lokið á og látið standa í um 10 mín.
Uppskrift: Sólrík Eiríksdóttir
No Comment