MataræðiÝmis ráð

Skortur á fitusýrum og offita barna

Skortur á góðum fitusýrum getur verið orsök offitu hjá börnum. Þetta kemur fram í nýlegri sænskri rannsókn, sem gerð var af Sahlgrenska Academy í Háskólanum í Gautaborg.

Kannaður var lífsstíll, matarvenjur og insúlínmagn í blóði, hjá hópi 4 ára barna, að sama skapi var mældur fitustuðull (BMI) þeirra og þessir þættir skoðaðir í samhengi.

Samkvæmt þessari könnun og mælingu fitustuðuls (BMI) þeirra voru 23% barnanna í yfirvigt og önnur 2% í offituflokki. Það sem kom mest á óvart, var að þau börn sem höfðu fitustuðul (BMI) innan heilbrigðismarka, voru þau sem að neyttu hæsta hlutfalls fitusýra. Þá er helst verið að tala um Omega 3 fitusýrur.

Rannsakendur tóku einnig eftir samfylgni á milli insúlínsmagns, þyngdaraukningar og inntöku fitu. Þau börn sem að þyngdust mest, voru þau sem höfðu mesta magn insúlíns í blóðinu, hins vegar voru þau sem tóku mest inn af fitusýrum, þau sem að höfðu lægsta insúlínmagnið.

Malin Haglund Garemo, leiðandi þessarar rannsóknar, sagði að aukið magn insúlíns í blóðinu gæti verið orsakavaldur offitu, þvert á það sem áður hefur verið sagt, að fita auki á insúlínframleiðslu líkamans.

Einnig kom það fram í þessari rannsókn að um það bil 25% af daglegum hitaeiningafjölda barnanna var í formi ruslfæðis og dagleg neysla þeirra á ávöxtum og grænmeti var einungis um 35% af ráðlögðum dagskammti. Niðurstöðurnar sýndu ekki einungis fram á hátt hlutfall barna í yfirvigt, þær sýndu einnig fram á að 70% barnanna voru lág í járnbúskap og 20% þeirra liðu kalkskort.

 

Guðný Osk Diðrikdsdóttir, greinin birtist fyrst á vefnum 13. febrúar 2007

Previous post

Hreinir djúsar

Next post

Laukur til varnar beinþynningu

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *