MataræðiÝmis ráð

Ofeldun

Það getur verið mjög varasamt að ofelda mat. Við mikla eldun eða háan hita getur mikið magn næringarefna farið forgörðum.

Annað sem ber að forðast og getur jafnvel verið mjög heilsuspillandi er þegar matur brennur hjá okkur. Þetta ber sérstaklega að hafa í huga nú þegar aðal grilltíminn fer í hönd.

Þegar matur er eldaður upp að því marki að hann verður brúnn og fer að brenna, breytist efnasamsetning í matnum og myndast þá efni sem eru þekkt fyrir að vera krabbameinsvaldandi.

Grillkjöt virðist vera hættulegast í þessu sambandi. Sagt er að hálft gramm af brenndu kjöti samsvari því eiturmagni sem reykingamaður sem reykir tvo pakka á dag andar að sér.

Hafa skal í huga að það er ekki bara brennda grillkjötið sem inniheldur þessi slæmu efni, brennt ristað brauð inniheldur þau en þó ekki í sama magni. Einnig matur og jafnvel grænmeti sem við steikjum á pönnu þó það sé ekki talið jafn hættulegt.

Það fer því best á að elda matinn sem styðst og við vægan hita. Best er að neyta grænmetis og ávaxta sem mest án þess að elda það, þ.e. hrátt. Ef það fer illa í ykkur þá er um að gera að gufusjóða sem mest.

Öll ensím og flest vítamín eru afar viðkvæm fyrir hita og eyðileggjast þau flest við eldun. Gætum þess því að vera dugleg að borða hrátt grænmeti. Þarna koma safarnir í góðar þarfir. (Sjá: Hreinir djúsar)

Höfundur: Hildur M Jónsdóttir 

Previous post

Nokkrir punktar fyrir konur með börn á brjósti

Next post

Hinn sanni jólaandi og jógaiðkun

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *