UmhverfiðUmhverfisvernd

Kolefnismerktar vörur

Morgunblaðið sagði frá því í vikunni að stærsta verslunarkeðja Bretlands væri að undirbúa kolefnismerkingar á sínum vörum.

Verslunarkeðjan Tesco ætlar að upplýsa á umbúðum um hversu mikil koldíoxíðlosun hafi fylgt því að búa til vöru og koma henni í hillu verslunar. Þarna er talið með koldíoxíðlosun sem hlýst af framleiðslunni sjálfri, flutningi vörunnar í verslun og sem fellur til í söluferlinu sjálfu.

Tesco upplýsir að fyrstu skrefin verða að kosta rannsókn sem mun vera ætlað að finna út aðferð til að reikna út “kolefnisinntak” vörunnar.

Það var bandaríska tímaritið Orion sem greindi frá þessu og kom þar fram að matvörur eru fluttar að meðaltali um 2.400 kílómetra leið áður en þær eru bornar á borð í Bandaríkjunum.

Það verður stórt skref þegar allar vörur verða orðnar kolefnismerktar, þannig að við neytendur getum valið þá vöru sem hefur minnstu mengun í för með sér.

Höfundur: Hildur M. Jónsdóttir – greinin birtist fyrst á vefnum í júní 2007

Previous post

Erfðabreytt hrísgrjón með genum úr mönnum

Next post

Ísland, hreint, náttúrulegt og heilnæmt?

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *