JólKökur og eftirréttirMataræðiUppskriftir

Carob-döðlubitakökur

Fólk hefur verið að senda okkur fyrirspurnir um glúteinlausar uppskriftir og þá sérstaklega fyrir jólabaksturinn. Gef ykkur hérna uppskrift frá henni Sigrúnu en hún heldur úti uppskriftarvef á slóðinni CafeSigurn. Sigrún er nú búin að bæta við sérstökum flokki hjá sér sem er fyrir glúteinlausar uppskriftir. Kíkið endilega á það.

Það tók mig smá tíma að smíða þessa glúteinlausu uppskrift, annað hvort var deigið allt of lint, allt of þurrt eða bara vont. Ég held að ég hafi loksins náð góðri niðurstöðu…hún var að a.m.k. það góð að enginn sem borðaði kökurnar fattaði að þær voru án glúteins og þær gjörsamlega hurfu af bökunarplötunni. 


Gerir 20 stykki

  • 25 gr carobduft (ljóst eða dökkt)
  • 25 gr kartöflumjöl
  • 50 gr hrísmjöl (enska: rice flour)
  • 25 gr kjúklingabaunamjöl (enska: chick pea flour/gram flour)
  • 25 gr malaðar möndlur
  • 60 gr saxaðar döðlur
  • 60 gr demerara sykur (eða ávaxtasykur)
  • 60 gr kókosfeiti
  • 1 stórt egg

Aðferð:

  • Sigtið saman allt þurra hráefnið.
  • Hrærið eggið aðeins og bætið kókosfeitinni saman við.
  • Blandið öllu saman og hnoðið í stóra kúlu.
  • Setjið matskeið af deigi á pökunarplötu (með bökunarpappír undir).
  • Ýtið létt ofan á hverja köku með gaffli (dýfið í vatn áður).
  • Bakið í 12-15 mínútur við 180°C.
  • Gott er að setja hnetur og carobsúkkulaði út í.
Previous post

Konfektkúlur

Next post

Möndlufylltar döðlur

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *