Jólaísinn
Heimalagaði ísinn er algerlega ómissandi á mínu heimili um jól.
- 2 stk. egg
- 1 dl. sýróp (Agave-, Hlyn- eða Hrísgrjónasýróp)
- Vanilludropar
- 1 peli þeyttur rjómi
Þeytið eggjum og sýrópi vel saman þar til blandan orðin loftkennd og létt.
Bragðbætið með vanilludropum.
Stífþeytið rjómann og blandið honum varlega saman við eggjakremið.
Hellið í form og frystið.
Gott er að bragðbæta ísinn með alls kyns ljúfmeti, t.d. söxuðu Carobella og söxuðum valhnetum eða möndlum.
Einnig er gott að bera ísinn fram með íssósu úr bræddu Carobella (brætt yfir vatnsbaði) og söxuðum möndlum.
No Comment