MataræðiVítamín

Beinþynning og D vítamín

“Það er fátt sem rýrir lífsgæði eins mikið á efri árum og beinþynning. Áætlað er að árlega megi rekja a.m.k. 1.300 beinbrot hjá einstaklingum til hennar. Beinbrot af völdum beinþynningar eru mun algengari meðal kvenna en karla og telja sumir sérfræðingar að önnur hver kona um fimmtugt megi gera ráð fyrir því að hún beinbrotni síðar á lífsleiðinni og fimmti hver karl.”

Þetta kemur fram í nýjasta fréttabréfi Beinverndar, en það eru samtök sem hafa unnið að því markmiði síðustu 11 ár að fræða almenning, heilbrigðisstarfsfólk og stjórnvöld um sjúkdóminn beinþynningu.

En beinþynning herjar ekki eingöngu á eldra fólk, heldur getur yngra fólk einnig fengið hana og í fréttabréfinu eru viðtal við 42 ára konu sem hefur verið að takast á við þennan sjúkdóm í fimm ár, eða frá því að hún var 37 ára gömul. Hægt er að lesa viðtalið hér.

Fólk sem þjáist af beinþynningu getur alltaf átt von á því að beinbrotna og oft við lítið álag. Þetta fólk er í sérstaklega mikilli hættu í hálkunni sem getur verið slæm og langvarandi á köldum, íslenskum vetrum. Einnig eru þessir aðilar í meiri hættu á að beinbrotna til dæmis við aftaná keyrslur og stundum þarf ekki meira til en slæmt hóstakast til að bein brotni.

Beinbrotin geta verið misalvarleg. Það verða oftast ekki miklir eftirmálar af til dæmis framhandleggsbrotum, sem gróa oftast án fylgikvilla, en annað gildir um samfallsbrot á hrygg sem getur valdið miklum og langvarandi verkjum.

Líkamhæð fólks sem er með beinþynningu lækkar með tímanum þar sem líkaminn bognar. Því fylgir aflögun í vexti sem getur haft í för með sér sálarlega vanlíðan.

Í nýlegri íslenskri rannsókn kom í ljós að 20% þeirra kvenna sem tóku þátt í rannsókninni höfðu samfallsbrot í hrygg og rúmur helmingur þeirra vissu ekki af brotinu.

Kalk er okkur nauðsynlegt til að tryggja viðhald og uppbyggingu beina, en til þess að við vinnum kalkið á sem bestan hátt þurfum við D vítamín, en það eykur kalkupptöku líkamans. Við fáum D vítamín vegna áhrifa frá sólarljósi en D vítamínbirgðir í fituvef okkar Íslendinga duga okkur fæstum yfir veturinn, hér á landi. Við þurfum því að gæta þess að fá nægilegt magn þessa nauðsynlega vítamíns í gegnum fæðu eða fæðubótarefni.

Samkvæmt nýlegri íslenskri rannsókn eru um þriðjungur fullorðinna ekki með æskileg mörk af  D vítamíni yfir veturinn og 10 – 15% eru með mjög lágt magn D vítamíns í blóði.

Sjá: Kalk og D-vítamín gegn beinþynningu og Laukur til varnar beinþynningu

Previous post

Beinþynning

Next post

Blöðrubólga

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *