Heilsa

Ennisholusýkingar og fúkkalyf

Það er algengt að taka inn fúkkalyf við sýkingu í ennisholum en nýleg rannsókn sýnir að það hefur ekkert meira að segja en lyfleysa (placebo). Hins vegar getur inntaka fúkkalyfja við sýkingu í ennisholum beinlínis skaðað, því bakteríur byggja upp ónæmi fyrir fúkkalyfjum.

Um 200 sjúklingar með sýkingu í ennisholum voru rannsakaðir. Af þeim 100 sem fengu fúkkalyf reyndust 29% enn með einkenni í 10 daga eða lengur. Í hópi þeirra 107 sem fengu lyfleysu reyndust 34% með einkennin eftir sama tíma. Tölfræðilega var ekki marktækur munur á hópunum en hvorugur hópurinn vissi hvort hann var að taka lyf eða lyfleysu.

Áhrif nefúða með sterainnihaldi voru líka könnuð. Þar reyndist enginn munur á hópum sem tóku raunverulegan steraúða og þeim sem tóku lyfleysuúða. Hjá þeim sem voru með væg einkenni sýkingar í ennisholum hjálpaði þó steraúðinn lítillega.

Þeir sem að rannsókninni stóðu drógu þá ályktun að fúkkalyf hjálpuðu ekki til við sýkingu í ennisholum vegna þess að lyfin næðu ekki að komast í gegnum graftarfylltar ennisholurnar.

Óþarfa uppáskriftir lækna á fúkkalyfjum hafa valdið meiriháttar vandamálum í lyfjaónæmi. Nýlega kom í ljós að fúkkalyf hafa hvorki áhrif á sýkingu í eyrum né bronkítis.

Vonandi hvetja niðurstöður rannsóknarinnar fólk til að sniðganga fúkkalyf í meðferð á sýkingu í ennisholum. “Með svolítilli þolinmæði læknar líkaminn sig venjulega sjálfur” segir Dr Ian Williamson sem stjórnaði rannsókninni.

Previous post

Enn vaxandi notkun á sýklalyfjum

Next post

Er gagnlegt að láta fjarlægja háls- og nefkirtla?

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *