Heilsa

Fíknin hverfur ekki með sígarettunni

Niðurstaða rannsóknar, sem var birt í The Journal of Neuroscience, sýnir fram á að reykingar valda langtíma breytingum í heilanum og hverfa þær ekki þó reykingum sé hætt.

Þessar breytingar verða á svæði í heilanum sem þekkt er fyrir að stjórna hegðun sem tengist fíknum.

Rannsakendurnir, sem vinna hjá the National Institute on Drug Abuse (NIDA), rannsökuðu átta vefjasýni úr mannsheilum og báru saman vefjasýni úr fólki sem annað hvort hafði reykt til æviloka, úr fólki sem hafði hætt reykingum og að síðustu vefjasýni úr fólki sem aldrei hafði reykt. Dánarorsök allra var ótengd reykingum

Rannsakendurnir könnuðu magn tveggja ensíma sem finnast í heilafrumum sem hafa tengsl við fíknitengda hegðun. Þessi ensím fundust í mun meira mæli hjá bæði fólki sem reykti og einnig þeim sem höfðu reykt en hætt, í samanburði við þá sem aldrei höfðu reykt.

Samkvæmt höfundi skýrslunnar, Bruce Hope hjá NIDA, benda þessar niðurstöður til þess að breytingarnar á heilanum vara löngu eftir að reykingum er hætt og geta þær lagt sitt af mörkum til þess að fólk fellur á bindindinu.

Það hefur þó ekki verið sýnt fram á með nægri vissu að þessar breytingar orsaki fíknitengda hegðun, þrátt fyrir að þessi rannsókn renni frekari stoðum undir þá kenningu.

Previous post

Fæði til að koma í veg fyrir kvef og flensur

Next post

Fiskneysla getur dregið úr elliglöpum

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *