FæðubótarefniMataræði

Getur maturinn sem að við borðum, hjálpað okkur að halda góðri sjón?

Gulrætur

Okkur hefur alla tíð verið sagt að gulrætur séu hollar og góðar.  En þær gera meira fyrir okkur en að vera bara hollar og bragðgóðar.  Þær geta hjálpað okkur að sjá í myrkri.  Mikið er af beta-karótíni í gulrótum, líkaminn breytir því í A-vítamín og það hjálpar okkur við náttblindu.  Ef að við borðum mikið af mat sem að inniheldur beta-karótín og C og E-vítamín, eigum við síður á hættu að sjónin versni með aldrinum og það getur líka komið í veg fyrir ský í auga hjá eldra fólki.

Feitur fiskur

Góðar fitusýrur eru nauðsynlegar fyrir góða sjón.  Fitusýran Omega-3 er mjög nauðsynleg fyrir þroska á augum og sjón hjá ófæddum börnum í móðurkviði.  Á meðgöngu er mikilvægt að móðirin hugi vel að inntöku góðra fitusýra,  það stuðlar að góðri heilsu hennar og barnsins.  Best er að fá Omega-3 úr fisknum sjálfum.  Makríll, lax, sardínur og þorskur eru hentugar tegundir sem að innihalda mikið af Omega-3.  Einnig er hægt að taka þorskalýsi og aðrar góðar fitusýrur, s.s. hörfræolíu.  Á meðan að barnið er á brjósti er mikilvægt fyrir bæði móður og barn að móðirin fái ríkulegt magn af fitusýrum,  barnið fær þær svo í gegnum brjóstamjólkina.

Grænt grænmeti og appelsínugulir ávextir

Mikið er af andoxunarefnum í fæðu úr jurtaríkinu eins og grænmeti og ávöxtum. Rannsóknir hafa sýnt að slík andoxunarefni t.d. karotenin lutein og zeaxanthin ásamt C-vítamíni og E-vítamíni geti dregið úr líkunum á skýmyndun í auga.  Niðurstöður þessara rannsókna renna því frekari stoðum undir ráðleggingar á ríflegri neyslu grænmetis og ávaxta, mælt er með 500 g á dag.  Lutein fáum við úr grænu grænmeti, t.d. spínati, baunum, brokkolí og aspas.  Zeaxanthin fáum við úr gulum, appelsínugulum og rauðum ávöxtum, eins og mangó, appelsínum og nektarínum.

Monosodium glutamate (MSG)

Japanskar rannsóknir hafa leitt í ljós að ef mikið er neytt af mat sem að inniheldur MSG geti það verulega dregið úr sjón og getur leitt til þynningu á sjónhimnu augans.  Mikilvægt er að lesa innihaldslýsingar á öllum keyptum matvælum og forðast þær vörur sem að innihalda monosodium gulatamate eða MSG.

Previous post

Geta geislar sólarinnar hjálpað gegn astma?

Next post

Ginseng

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *