JurtirMataræði

Ólífulauf

Ólífulaufsþykkni hefur fengið viðurnefnið “pensilín nútímans”.  Það er mjög virkt gegn sveppum, vírusum, sýklum og einnig gegn snýklum.  Það dregur úr skaðsemi allra sjúkdómsvaldandi örvera, s.s. veira, baktería og sveppa.  Það dregur úr bólgum í vefjagigt og vinnur á kvefi og flensum. Það vinnur einnig á herpessýkingum. 

Einnig má taka ólífulaufsþykkni til að fyrirbyggja kvef og flensur, þykknið er líka virkt gegn streptokokkus.  Virkni ólífulaufsþykknis er mjög góð gegn síþreytu og skertri starfsemi ónæmiskerfisins. 

Inntaka á ólífulaufsþykkni eykur blóðflæðið, því það útvíkkar kransæðar og það lækkar blóðþrýsting.  Ólífulaufsþykkni er því góð hjálp til að halda heilsunni í lagi, bæði til að fyrirbyggja smitsjúkdóma og hjarta- og æðasjúkdóma.

Previous post

Of mikið hreinlæti?

Next post

Opnum gluggana

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *