Á heimilinuHeimiliðHeimilisbúnaður

Opnum gluggana

Árangursríkasta leiðin til að losna við sýkla úr umhverfi okkar er að opna gluggana á hýbýlum okkar og vinnustöðum. Þetta er ódýrasta og einfaldasta leiðin til hreinna lofts og bættrar heilsu. Þetta kom fram í The Public Library of Science journal.

Rannsókn var gerð af breskum rannsakendum við Imperial College London, á sjúkrahúsi í Lima í Perú. Borin voru saman 82 herbergi á sjúkrahúsinu. Voru 70 þeirra með náttúrulegri loftræstingu, þ.e. loftið var hreinsað með því að opna glugga og 12 herbergi höfðu loftræstikerfi.

Mælingar sýndu við allar aðstæður, jafnvel þegar enginn vindur var úti fyrir, að náttúrulega loftræstingin reyndist árangursríkari til þess að hreinsa sýkla úr lofti herbergjanna.

Við það að opna glugga og dyr og auka þannig hringrás loftsins í herbergjum, náum við mun betri árangri og drögum úr áhættu á smitsjúkdómum, heldur en með dýrum loftræstikerfum sem einnig þurfa á stöðugu viðhaldi að halda.

Þessi ódýra og “gamaldags” aðferð stendur því fullkomlega undir væntingum og engin ástæða til að eyða fjármagni í loftræstikerfi, ef hugsað er um að opna gluggana oft og reglulega.

Previous post

Ólífulauf

Next post

Psoriasis

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *