FæðubótarefniMataræði

Colostrum

Til er fæðubótaefni sem nefnist Colostrum. Þetta er svokallaður broddur eða þunnur, gulleitur vökvi sem er fyrsti vísir að mjólk sem kemur úr spendýrum eftir fæðingu afkvæmis.

Broddurinn inniheldur hátt gildi próteina, ensíma og vaxtaraukandi efni. Einnig inniheldur hann varnarefni sem hjálpa til við að verja afkvæmið fyrir sýkingum. Í raun inniheldur hann öll þau næringarefni sem afkvæmið þarf á að halda.

Þegar Colostrum er tekið sem fæðubótarefni, styrkir það ónæmiskerfið og hjálpar líkamanum við brennslu fitu og uppbyggingu vöðva.

Það getur því nýst vel íþróttafólki, auk þess sem það styður fólk sem er með skert eða ofvirkt ónæmiskerfi.

 

Höfundur: Hildur M. Jónsdóttir

 

Previous post

Andoxunarefni

Next post

Acidophilus

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *