SúpurUppskriftir

Vetrarsúpa

Þegar hausta fer og kvefið fer að láta á sér kræla er tilvalið að elda matarmikla súpu sem vinnur gegn kvefinu

  • 1 stór laukur
  • 4 gulrætur
  • 1 stór sæt kartafla
  • 3 – 4 kartöflur
  • 1 lítil gulrófa
  • 1 fennell
  • 1 ½ ltr. vatn
  • 4 tsk. grænmetiskraftur
  • ½ tsk. múskat
  • ½ tsk. kanill
  • hnífsoddur cayenne pipar
  • 5 cm. fersk engiferrót
  • ferskar kryddjurtir
  • 1 dós kókosmjólk
  • 50 gr. graskersfræ

Skerið lauk og fennel í þunnar sneiðar.

Saxið hitt grænmetið í bita.

Mýkið lauk og fennel í ólífuolíu í stórum potti.

Bætið hinu grænmetinu útí og mýkið í ca. 5 mín.

Bætið vatninu, grænmetiskraftinum, kanilnum, múskatinu, piparnum og kókosmjólkinni útí.

Rífið engiferrótina á rifjárni og kreistið safann úr henni út í pottinn.

Sjóðið í 15 – 20 mín.

Maukið í matvinnsluvél eða með töfrasprota.

Bætið ferska kryddinu útí.

Þurrristið graskersfræin.

Ausið súpunni í skálar og dreifið graskersfræjunum ofaná.

 

Uppskrift: Hildur M. Jónsdóttir

 

Previous post

Ein sem leynir á sér

Next post

Salat með maríneruðum sveppum

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *