SalötUppskriftir

Salat með maríneruðum sveppum

Útbjó þetta ljúffenga salat í kvöldmatinn áðan – fékk hugmyndina úr uppskrift frá Nönnu Rögnvaldsdóttur en breytti og bætti í.

  • 150 gr. sveppir niðursneiddir
  • ½ rauðlaukur saxaður smátt
  • Lúka kóríander – saxaður
  • Lúka basil – saxað
  • Svartur pipar
  • ½ tsk.sjávarsalt
  • 250 ml. Ólífuolía
  • Safi úr einni sítrónu
  • 1 msk. tamari sósa
  • 5 tómatar sneiddir í litla báta
  • ½ agúrka skorin langsum og svo í þunnar sneiðar
  • 2 – 3 avocado (lárperur)
  • 250 gr. spínat
  • 100 gr. pistasíuhnetur

Setjið sveppina, laukinn, kryddjurtirnar, olíuna, tamari sósuna og sítrónusafann saman í skál og hrærið saman.

Saltið og piprið.

Látið liggja í skálinni í um hálftíma.

Setjið spínat í aðra skál.

Dreifið tómötum, agúrku og avocado yfir.

Þar ofaná setjið þið sveppablönduna.

Þið getið notað kryddlöginn sem salatolíu og bætið honum yfir eftir smekk.

Að lokum dreifið þið söxuðum pistasíuhnetum yfir.

 

Uppskrift: Hildur M. Jónsdóttir

Previous post

Vetrarsúpa

Next post

Súr-sætt salat með avókadó, eplum og döðlum

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *