SalötUppskriftir

Speltpastasalat m/pestó + sólþurrkuðum tómötum

  • 250 gr speltpenne*
  • 1 dl lífrænir sólþurrkaðir tómatar t.d. frá LaSelva
  • 4 lífræn þistilhjörtu t.d. frá LaSelva
  • 15 lífrænar grænar ólífur frá LaSelva
  • 1 dós pestó verde frá LaSelva eða heimatilbúið pestó

Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningunum á pakkanum, kælið og setjið í skál.

Skerið sólþurrkuðu tómatana í bita og setjið útí, skerið þistilhjörtun í bita og setjið útí ásamt ólífum og pestó.

Blandið öllu vel saman og berið fram.

Þetta passar ótrúlega vel með öllum ítölskum mat, hvort heldur kjöt eða grænmetisréttum.

Heimatilbúið pestó:

  • 50 gr ferskt basil
  • 25 gr þurrristaðar furuhnetur
  • 2 hvítlauksrif
  • 75 gr nýrifinn parmesan eða jurtaparmesan
  • ½ – 1 dl ólífuolía, lífræn frá LaSelva
  • smá sjávarsalt & nýmalaður svartur pipar

Setjið basil + furuhnetur + hvítlauk í matvinnsluvél og maukið og setjið síðan í skál.

Rífið parmesan og hrærið út í ásamt ólífuolíu og sítrónusafa.

Bragðið til með smá sjávarsalti og nýmöluðum svörtum pipar.

Uppskrift: Sólveig Eiríksdóttir

Previous post

Vorsalat

Next post

Eplasalat

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *