GrænmetisréttirUppskriftir

Blómkálsgratin

  • ½ – 1 blómkálshöfuð (ca 500 -700g), skorið í lítil blóm
  • 250g kartöflur, skornar í báta
  • 1 rauð paprika skorin í 2x2cm bita
  • 1 púrra skorin í 1 cm bita
  • 2-4 hvítlauksrif, pressuð
  • 2 tsk wasabi duft eða mauk
  • 1-3 msk olía, t.d. kaldpressuð kókosolía*
  • 1 msk tamarisósa*
  • 1 tsk grænmetiskraftur*
  • 1-1 ½ dl vatn
  • 1 dl möndlur*, malaðar
  • 1 dl sesamfræ*

Hitið ofninn í 200*C, setjið bökunarpappír í ofnskúffu og grænmetið þar í.

Hrærið saman pressuðum hvítlauk, wasabi, kókosolíu, tamarisósu, grænmetiskraft, vatni og hellið yfir grænmetið.

Stráið möluðum möndlum og sesamfræjum yfir og bakið í um 25 – 30 mín.

Mörgum finnst ótrúlega gott að strá rifnum parmesan eða geitaosti yfir,

Þessi réttur er frábær einn og sér með salati og speltbrauði, eða sem meðlæti með kjöti eða fiski.

 

*fæst lífrænt frá himneskri hollustu

Uppskrift: Sólveig Eiríksdóttir

Previous post

Ratatouille Sollu

Next post

Öðruvísi blómkál í karrýsósu

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *