GrænmetisréttirUppskriftir

Hnetuborgarar

Inga sendi okkur uppskrift af þessum spennandi borgurum, við fáum 4 borgara úr uppskriftinni.

  • 110 gr. blandaðar hnetur (t.d. cashewhnetur, furuhnetur,
  • brasilíuhnetur, möndlur, pekanhnetur)
  • 4 msk. sólblómafræ
  • 2 sneiðar speltbrauð án skorpu
  • 1 saxaður laukur
  • 2 tsk. oregano
  • 2 tsk. dijon sinnep
  • 1 egg
  • salt og nýmalaður pipar
  • soyamjöl (má líka vera annað mjöl)
  • kókosfita til steikingar

Malið hneturnar og fræin í matvinnsluvél eða kvörn.

Setjið brauðsneiðarnar saman við og hrærið saman í matvinnsluvél.

Bætið svo út í lauk, oregano, sinnepi, eggi, salti og pipar.

Kælið blönduna í ½ klst.

Mótið borgara úr blöndunni og notið soyamjölið á hendurnar og diskinn til að þeir klístrist ekki eða festist saman.

Steikið á pönnu í ca 3 mín. á hvorri hlið.

Uppskrift: Inga Kristjánsdóttir – Næringarþerapisti D.E.T.

Previous post

Grænmetislasagna

Next post

Hollur, heimatilbúinn barnamatur

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *