Vandamál og úrræði

Áhrif mataræðis á flogaköst

Vigdís Ágústsdóttir sendi okkur þessa fyrirspurn:

Kannist þið við að matur geti valdið spennu í líkamanum sem leiði t.d. út með flogakasti? T.d. hefur mér dottið í hug hátt sýrustig.

thumb_ingaSæl Vigdís.

Ég myndi nú kannski ekki ganga svo langt að segja að slíkt gæti beint valdið flogakasti, en ég vil meina að margir þættir geti virkað hvetjandi.

Ef einstaklingur þjáist af flogaveiki, þá er að sjálfsögðu hægt að gera mjög margt jákvætt til að bæta líðanina.

Mín trú er sú að ef hægt er að minnka neikvæð áreiti á líkamsstarfsemina, þá líður einstaklingnum betur.

Í því tilliti má nefna: óþol og ofnæmi, blóðsykursveiflur, slæma meltingu/þarmaflóru, vöntun næringarefna/vítamína/steinefna, stress (líkamlegt og andlegt), neyslu koffíns, áfengis og fl og fl.

Hvað varðar sýrustigið, þá vil ég meina að það sé margt annað sem fyrst ber að kippa í lag.

Það er umdeilt hvernig beri að mæla sýrustig líkamans og einnig hvaða fæðutegundir valdi ójafnvægi.

Það væri hægt að breyta og bæta mataræði viðkomandi og ráðleggja með ákveðin vítamín og bætiefni. Til þess að gera það markvisst er þó nauðsynlegt að taka ítarlegt viðtal og svo vinna með einstaklingnum út frá því.

Kær kveðja, Inga Kristjánsdóttir

Previous post

Blóðleysi

Next post

Gersveppaóþol

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *