JurtirMataræði

Aloe Vera gel

Aloe Vera er mjög græðandi, sótthreinsandi og bólgueyðandi.  Mjög góð á brunasár og einstaklega virk á sólbruna, þar sem að hún er rakagefandi og mýkjandi.  Hún er góð á sár, á skordýrabit, bólótta húð, exem og psoriasis. Vegna rakagefandi eiginleika sinna er hún góð fyrir þurra húð. 

Í Aloe Vera eru amínósýrur, E- og C-vítamín, sink og fitusýrur og eru það bæði safinn og aldinkjötið sem hafa hina læknandi eiginleika.   Best er að nota jurtina sjálfa, en annars Aloe Vera gel sem er 98-99% hreint.  

Þegar jurtin sjálf er notuð, er best að skera bút af blaði hennar, kljúfa hann eftir endilöngu og opna.  Leggja blaðið beint á kvillann og leyfa húðinni að draga í sig safann.  Einnig er hægt að kreista gelið úr blaðinu og bera á, líkt og verið sé að bera á sig krem, eða setja lag af safa plöntunnar á kvillann og grisju yfir.

Previous post

Áhrif trefja á brjóstakrabbamein

Next post

Átraskanir

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *