FæðubótarefniMataræði

Andoxunarefni

Andoxunarefni er samheiti yfir náttúruleg efni sem vernda líkamann gegn sindurefnum eða þess sem kallast á ensku “free radicals”.

Þessi sindurefni eru atóm eða flokkur atóma sem hafa eina eða fleiri óparaðar rafeindir. Sindurefnin geta skaðað lifandi frumur, veikt ónæmiskerfið og leitt til myndunar sjúkdóma eins og hjartasjúkdóma og krabbameins. Einnig hefur verið talað um að sindurefnin séu þau efni sem leggi grunninn að öldrun líkamans.

Andoxunarefni gera sindurefnin hlutlaus og koma þannig í veg fyrir skaða af þeirra hálfu. Líkaminn sér okkur fyrir ákveðnum ensímum sem gegna þessu hlutverki og einnig fáum við þessi andoxunarefni úr ávöxtum, grænmeti, korni, baunum, hnetum og jurtum.

Til andoxunarefna teljast til dæmis A-vítamín, beta-karotín og önnur karotín, flavanoids, C og E vítamín, selen og zink. Annað öflugt andoxunarefni er hormónið melatonín. Einnig eru ákveðnar jurtir sem hafa eiginleika andoxunarefna.

Til að vinna gegn oxun er best að auka neyslu á ferskum ávöxtum og grænmeti þar sem rannsóknir hafa sýnt að andoxunarefni sem koma beint úr náttúrunni verka betur en andoxunarefni sem tekin eru sem fæðubótarefni, en þó er hægt að taka þau inn aukalega.

Ef taka á inn andoxunarefni í formi fæðubótarefna er mikilvægt að taka frekar litla skammta af ólíkum andoxunarefnum heldur en stóra skammta af einni tegund.

Rannsóknir á andoxunarefnum hafa meðal annars bent til að E-vítamín geti minnkað hættuna á hjarta- og æðasjúkdómum og beta-karótín vinnur gegn myndun krabbameinsfrumna.

Höfundur: Hildur M. Jónsdóttir

Previous post

Fæðuval og skapsveiflur - áhrif Selens á líðan

Next post

Colostrum

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *