MataræðiÝmis ráð

Aspartam á bannlista

Öldungardeildarþingmaður í Albuquerque í Nýju Mexíkó lagði fram frumvarp nýlega þar í landi, um að banna allan mat í landinu sem að inniheldur Aspartam. Verði þetta frumvarp samþykkt verður með öllu bannað að selja þar matvæli sem að innihalda Aspartam í júlí 2007.

Bannið myndi þýða að hvorki mætti selja, framleiða, né flytja til Nýju Mexíkó neina vöru sem að inniheldur Aspartam, þar til að framleiðendur gætu sannað að ekki væri um krabbameinsvaldandi efni að ræða. Bannið hefur með allan gervisykur að gera, s.s. NutraSweet, Equal ofl. Aspartam er algengasta gervisætan sem notuð er í diet drykki og eru flestar diet vörur uppfullar af gervisætuefnum.

Höfundur bókarinnar “Grocery Warning” Mike Adams segist taka hatt sinn ofan fyrir yfirvöldum í Nýju Mexíkó. Yfirvöld taka þarna afstöðu með að vernda þegna sína frá þessu hættulega, taugaskaðandi matarfíkniefni, sem að hefði aldrei átt að samþykkja að nota í matvörur.

Mike Adams heldur áfram og segir að Aspartam valdi krabbameini, fæðingargöllum, offitu, blindu, flogaköstum, höfuðverkjum og mörgum öðrum hættum, tengdum heilsunni, sem að oftar en ekki væri hægt að koma í veg fyrir, ef að þetta efni yrði bannað í matar- og drykkjarföngum.

 

Höfundur: Guðný Ósk Diðriksdóttir, greinin birtist fyrst á vefnum 1. febrúar 2007

Sjá einnig: Aspartam, gott eða slæmt

Previous post

Ég fitna sama hvað ég borða !

Next post

Hreinir djúsar

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *