Hvítkál
Hvítkál er mjög bólgueyðandi. Eftir brjóstageislameðferð getur brjóstið orðið þrútið, rautt og heitt og oft myndast sviði og kláði. Þá er gott að eiga hvítkálsblað og leggja yfir brjóstið. Dregur úr bólgunni, kælir og slær á kláðann. Best ef kálblaðið er við stofuhita, þegar það er lagt á.
Það er hollt að gefa blóð
Það að gefa blóð getur ekki einungis bjargað mannslífum, það hefur líka góð áhrif á þína eigin heilsu og hjarta. Blóðgjöf getur hjálpað líkamanum að halda jafnvægi á járnbúskap sínum og styrkir hringrás blóðstreymis í líkamanum. Karlmenn eru gjarnari til að safna upp of miklu járni í líkamanum og því …
Ýmsir húðkvillar
Ef húð í andliti er þurr og flögnuð, prófið að skera sneið af hrárri kartöflu og nudda varlega yfir flagnaða svæðið, oftast á nefi, enni, kinnum og höku. Hreinsið svo varlega með köldu vatni til að loka húðinni. Ef húð er þurr með miklum kláða, setjið 2 matskeiðar af eplaediki …
Verndaðu tennurnar
Tennurnar eru eitt af því sem hefur mikil áhrif á útlit okkar og líðan. Heilbrigðar og fallegar tennur gera okkur aðlaðandi en illa hirtar og skemmdar tennur hafa þveröfug áhrif. Tannverkur og blæðandi tannhold valda hugarangri og vanlíðan. Það er því mikilvægt að hugsa vel um tennurnar og bursta þær …
Verkjalyf
Ein hugsanleg afleiðing óhollra lífshátta okkar í dag er aukin sala á verkjalyfjum. Afleiðing rangs mataræðis er oft að fólk þjáist meira af höfuðverkjum, liðverkjum, magaverkjum og þannig má lengi telja. Einnig getur streita orsakað sömu vanlíðanina og nóg er nú af henni í lífsstíl nútímans. Í Bandaríkjunum hefur sala …
Veikindi eða þorsti?
Það hefur lengi verið deilt um hversu mikið vatn við þurfum að drekka – algengast er að talað sé um tvo lítra á dag, aðrir segja að við fáum allan þann vökva sem við þurfum úr mat og öðrum drykk. Dr. Fereydoon Batmanghelidj (Dr. B) helgaði líf sitt rannsóknum og …
Umferðarhávaði hættulegur heilsunni
Aukinn hávaði í umhverfinu hefur áhrif á heilsuna og er umferðarhávaðinn verstur. Ein afleiðingin af aukinni hávaðamengun er aukin áhætta á kransæða- og hjartasjúkdómum. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin, WHO, komst að þessu eftir að þeir báru saman fjölmargar niðurstöður rannsókna sem gerðar hafa verið um samhengi búsetu og hávaða. Við aukinn umferðarhávaða …
Tungan – gluggi líffæranna
Það er hægt að lesa í ójafnvægi líkamans á ýmsa vegu. Hægt er að skoða ástand húðar, hægt er að lesa ítarlega í heilsu líkamans með því að lesa í augun, skoða neglurnar og svo er það tungan. Samkvæmt Dr. Gillian McKeith er tungan nokkurs konar gluggi líffæranna. Hún segir …
Tengsl lífsstíls og krabbameins – LÍKAMSÞYNGD
Skýrslan sem við höfum verið að fjalla um hér á Heilsubankanum setur fram nokkrar ráðleggingar sem gefast best í forvörnum við krabbameini. Fyrsta ráðleggingin snýr að líkamsþyngd: Verið eins grönn og ykkur er mögulegt, innan eðlilegra marka. Miðgildi hverrar þjóðar ætti að vera á milli 21 og 23 á BMI …