Að gera líkamann basískari
Ef þú vilt verða basískari þá er ótrúlega auðveld og fljótleg leið að drekka grænt basavatn. Þá setur þú 1 ltr af vatni á flösku og 1 tsk af ALKALIVE green útí ásamt 40 dropum af alkalive booster step 1 og 10 dropum af alkalive booster step 2. Byrjaðu á …
Stífir rennilásar
Oft verða rennilásarnir, sérstaklega þessir með járntönnunum, mjög stífir og nánast ógerningur er að renna þeim upp og niður. Þá er gott að nota kertastubb og nudda honum upp og niður rennilásinn nokkrum sinnum, beggja megin. Þá ætti að verða auðvelt að renna upp og niður. Einnig má nota þetta …
Tannþráður í stað hnífs
Til að skera kökubotn í tvennt, ef á að setja krem eða aðra fyllingu á milli, er auðveldast að nota tannþráð. Þannig fást fallegir og jafnir hlutar. Bregðið einfaldlega tannþræðinum utan um kökubotninn og togið svo í sundur. Gætið þess að þráðurinn liggi nokkurn veginn um kökuna miðja til þess …
Að flysja smælki
Það er ekki alltaf létt að flysja eða hreinsa litlar kartöflur. Gott er að nota skrúbbhanska, eins og notaður er í sturtunni til að þrífa kroppinn. Nýr hanski settur upp og kartöflurnar skrúbbaðar. Þetta er auðveld aðferð og jafnvel börnunum finnst gaman að hjálpa til við að skrúbba. En ef …
Endurnýting – kaffikorgur
Kaffikorgur sem að við venjulega hendum eftir að hafa helt upp á kaffið, er góður í rósabeðin. Hann er tekinn til hliðar og safnað upp í lokaða dollu, síðan settur í rósabeðið. Þetta heldur lúsum í burtu. Tímabilið til að gera þetta er ca. frá mars og fram í október …
Grænar jurtir
Spirulina, chlorella, bygggras og steinselja. Allar þessar jurtir innihalda mikið af næringarefnum, steinefnum og mikið af blaðgrænu og að neyta þeirra er eins og að fá auka súrefni inn í líkamann.
Þægileg aðferð til geymslu á rúmfötum
Setjið saman það sem þarf á rúmið, lak, sængurver og koddaver. Hafið bunkann í hæfilegri stærð svo að hægt sé að setja allt settið saman inn í eitt koddaverið. Þá er kominn mjög svo meðfærilegur bunki, allt á einum stað og auðvelt að kippa honum undan öðrum bunkum á hillunni. …
Lús og náttúruleg ráð við henni
Lúsin fer ekki í manngreinarálit, allir geta smitast. Á hverju ári koma upp lúsafaraldrar. Höfuðlúsin smitast aðallega við það að höfuð snertast nógu lengi til þess að lúsin komist á milli. Skipst er á höfuðfötum, hárburstum, koddum eða öðru slíku. Lús getur lifað utan líkamans í allt að 20 klukkustundir, …
Þarf ekki að sjóða snuð
Herdís Storgaard, forstöðumaður Sjóvár – forvarnahúss, segir að rekja megi 25 til 30 heimilisbruna á ári til pela og túttusuðu. Fólk setur þessar vörur í pott og kveikir undir en gleymir sér svo. Hér áður var fólki ráðlagt að sjóða snuð, túttur og pela fyrir notkun til sótthreinsunar en þetta …