Kókosolía í stað smjörlíkis
Ef þið viljið nota kókosolíu í stað smjörlíkis í uppskriftum þá er gott að miða við 1 dl. smjörlíki = ¾ dl. kókosolía
Agave sýróp
Agave sýróp er unnið úr kaktusplöntu sem ber sama nafn. Er það upprunalega ættað frá Mexíkó. Það er með mjög lágan sykurstuðul og veldur því miklu minni sveiflum í blóðsykri en sykur gerir. Þetta gerir það að verkum að margir með sykursýki 2 og Candida, geta notað Agave sýróp í …
Spelt í stað hveitis
Ef skipta á út hveiti fyrir spelt þá passar að nota sama magn af fínmöluðu spelti í stað hveitisins
Glútenlaust mjöl
Ef þið þolið ekki glútein getið þið búið til ykkar eigin mjölblöndu sem er létt og góð, til að nota í stað hveitis eða spelts í uppskriftum: 2 bollar hrísgrjónamjöl 2/3 bolli kartöflumjöl 1/3 bolli tapioca mjöl
Hvernig nær maður lími og vaxi úr fötum?
Ef lím eða vax fer í fötin, setjið dagblað yfir blettinn og straujið yfir á lágum hita, nær öllu úr.
Hvítir sokkar
Hvítir sokkar verða alveg skjannahvítir ef þeir eru soðnir í vatni með nokkrum sítrónusneiðum. Sítrónan er náttúrulegt bleikiefni.
Að ná tyggjó úr fatnaði
Besta ráðið til að ná tyggigúmíi úr flík, er að frysta flíkina og þá molnar tyggjóið auðveldlega úr. Ef að aðstæður eru þannig að ekki er hægt að koma því við að setja flíkina í frysti, þá er gott að setja klaka á tyggjóklessuna, en við það harðnar það aðeins …
Ýmsir matarblettir
Oft lendum við í því að fá einhverja matarbletti á okkur og erum ekki heima við. Gott er þá að nota einnota blautþurrkur til að ná blettunum úr. En ef þú ert ekki með blautþurrkur í veskinu þá er ef til vill besta lausnin að bregða sér á snyrtinguna og …
Hvernig nær maður blekblettum úr fatnaði?
Til að losna við blekbletti úr flíkum þá er best að hella mjólk í skál og láta blettinn liggja ofan í skálinni helst yfir nótt. Síðan er flíkin þvegin og viti menn bletturinn er horfinn. Einnig er hægt að dreypa nokkrum dropum af óþynntum salmíakspíritus á blettinn og hann soginn …
Hvernig losnar maður við kaffibletti?
Oft er hægt að fjarlægja kaffiblett ef hann er skolaður strax með því að halda flíkinni undir vatnskrananum og láta vatn renna á blettinn og nudda um leið. Muna að nota kalt vatn, því að hitinn getur fest blettinn í flíkinni.