MataræðiVítamín

B1 vítamín (Thíamín)

B1 vítamín örvar blóðrásina, hjálpar til við endurnýjun blóðsins og ýtir undir sýruframleiðslu sem er mikilvæg meltingunni. Vítamínið er sérlega tengt andlegri heilsu og virkjar hugsun og starfsemi heilans. Það ýtir undir vöxt, eðlilega matarlyst, þrótt og námshæfni, auk þess sem það dregur úr flug- og sjóveiki. Það auðveldar meltingu kolvetna, styrkir viðhald og uppbyggingu vöðva, ýtir undir eðlilega starfsemi taugakerfis og efnaskipti tauga. Það getur dregið úr sársauka eftir tannholdsuppskurð.

Skortseinkenni geta verið sjúkdómurinn Beriberi sem er sjaldgæfur í þróuðum löndum. Önnur skortseinkenni eru harðlífi, bjúgsöfnun, ofvöxtur í lifur, minnisleysi, maga- og þarmatruflanir, öndunarerfiðleikar, lystarleysi, vöðvarýrnun, þreyta, pirringur og stress, svimi, sársauki, slæm tilfinning fyrir staðsetningu, almennt orkuleysi og þyngdartap.

B1 vítamín skortur er nokkuð algengur hjá alkahólistum þar sem alkahól dregur úr magni vítamínsins í líkamanum. Koffín og kolvetnaríkt mataræði draga líka úr magni B1 vítamínsins.

Við fáum B1 vítamín úr hýðishrísgrjónum, eggjarauðum, fiski, belgjurtum, lifur, salthnetum, baunum, svína- og fuglakjöti, úr haframjöli, heilhveiti, hveitiklíði og fræjum. Það má líka fá B1 vítamín úr aspas, ölgeri, brokkólí, hnetum, plómum, þurrkuðum fíkjum, rúsínum, kartöflum og rófum.

Þær jurtir sem innihalda B1 vítamín eru meðal annars: alfa alfa spírur, cayenne pipar, kamilla, haugarfi, augnfró, fennelfræ, fenugreek, hops, nettlur, hafrastrá, steinselja, piparmynta og fleira.

Eiturvirkni B1 vítamíns er ekki þekkt.

Höfundur: Helga Björt Möller

Previous post

B2 vítamín (Ríboflavín)

Next post

B vítamín

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *