MataræðiVítamín

B2 vítamín (Ríboflavín)

B2 vítamín er nauðsynlegt við myndun rauðra blóðkorna og í myndun mótefna líkamans. Það er mikilvægt fyrir frumuöndun, fyrir frumuvöxt og kemur við sögu þegar líkaminn vinnur orku úr fitu, kolvetnum og próteinum.

B2 vítamínið styrkir sjónina og vinnur gegn ýmsum augnkvillum. Það byggir upp vefina í húð, nöglum og hári, auk þess sem það vinnur gegn flösu. Það stuðlar að heilbrigði munnholsins og ýtir undir upptöku járns og B6 vítamíns (pýridoxíns). B2 vítamín er sérlega mikilvægt konum sem eru á pillunni, með barn á brjósti eða barnshafandi.

Skortseinkenni geta verið sár eða sprungur, í munnvikum, á húð eða á kynfærum. Skortur getur valdið augnvandamálum, bólgum í munni eða á tungu, svima, hármissi, slæmri meltingu og svefnleysi. Skortur á B2 vítamíni er frekar algengur á Vesturlöndum.

Við fáum B2 vítamín úr osti, eggjarauðum, fiski, belgjurtum, kjöti, mjólk, fuglakjöti, spínati, heilkorni og jógúrt. Einnig fáum við það úr aspas, avokadó, spergilkáli, berjum, sveppum, söli, þara, grænu blaðgrænmeti, hrásykri og hnetum.

Ýmsar jurtir innihalda B2 vítamín, svo sem alfa alfa spírur, blöðruþang, burdock root, kattarmynta, cayenne pipar, kamilla, haugarfi, augnfró, fennel fræ, fenugreek, ginseng, steinselja og piparmynta.

Eiturvirkni getur orðið ef tekið er of mikið af vítamíninu, þ.e. yfir 50 mg á dag. Einkenni eitrunar eru augnvandamál og sýking í sjónhimnu.

Höfundur: Helga Björt Möller

Previous post

B3 vítamín (Níasín)

Next post

B1 vítamín (Thíamín)

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *