Frekari meðferðirMeðferðir

Bowentækni

Bowentækni er mjög létt meðferðarform sem hefur það að markmiði að virkja lækningarmátt okkar eigin líkama. Bowen tæknir beitir mjög léttri snertingu og oftast er hægt að beita tækninni í gegnum þunn föt.

Meðferðaraðilinn notar röð mjúkra rúllandi hreyfinga, sem framkvæmdar eru með þumlum og fingrum, yfir ákveðna staði á líkamanum og er markmiðið með þeim að trufla boðskipti á milli viðkomandi hluta líkamans og heilans. Þetta kemur af stað heilunarferli líkamans. Notaður er mjög léttur þrýstingur. Heilinn sendir boð á staðinn þar sem þrýstingurinn átti sér stað og leitar orsakar hans. Þetta fær líkamann í gang til að hann fari að laga og lækna sig sjálfur. Hver meðferð tekur um það bil 35 – 45 mínútur.

Previous post

Alexandertækni

Next post

Buteyko aðferð við astma

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *