FjölskyldanHeimiliðMeðganga og fæðing

C-vítamínskortur getur orsakað fyrirburafæðingar

Morgunblaðið greindi nýlega frá norskri rannsókn þar sem fyrirburafæðingar eru raktar beint til gens sem flytur C-vítamín.

Eldri rannsóknir hafa sýnt að það er samhengi á milli lítillar neyslu á ávöxtum og grænmeti og fyrirburafæðinga. Gert hafði verið ráð fyrir að C-vítamín léki þarna stórt hlutverk en ekki hafði verið sýnt fram á það með beinum hætti.

Í norsku rannsókninni voru tvö gen kortlögð sem eru mikilvæg fyrir flutning á C-vítamíni í líkamanum. Skoðaðar voru 250 konur sem fætt höfðu fyrir tímann og 500 konur sem fæddu á réttum tíma, í ljósi þessara gena.

Það kom í ljós að konur sem höfðu þekkt afbrigði af öðru geninu voru þrefalt líklegri til að fæða fyrir tímann en aðrar.

Líklegasta skýringin er að konur með þetta afbrigði taki verr upp C-vítamín en aðrar konur og að skortur á vítamíninu auki enn á hættuna á fyrirburafæðingu.

Þar af leiðandi ætti aukin neysla á ávöxtum og grænmeti að draga úr hættu á fyrirburafæðingum.

Fyrirburafæðingar eru aðalorsök sjúkrahússinnlagna ungabarna og eru fyrirburar viðkvæmari gagnvart ýmsum sjúkdómum heldur en börn sem fæðast á eðlilegum tíma.

 

Höfundur: Hildur M. Jónsdóttir, greinin birtist fyrst á vefnum í apríl 2007

Previous post

Fiskneysla á meðgöngu er gagnleg barninu

Next post

Hæsta fæðingarþyngd á Íslandi

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *