Lausir gómar og gervitennur
Góð aðferð til að þrífa lausa góma og gervitennur er að láta standa í ediki yfir nótt og bursta svo yfir með tannkremi að morgni.
Snyrtivörur úr eldhúsinu
Burstið tennurnar upp úr bökunarsóda, það gerir tennurnar hvítari. Berið hreint, hrátt hunang á andlitið og leggið agúrkusneiðar yfir, þetta gefur húðinni fallegan og heilbrigðan gljáa. Berið eplaedik á öldrunarbletti á húðinni, það deyfir blettina.
Egg
Ef þú ert ekki viss um hvort að eggin séu í lagi getur þú sett vatn með salti í skál og sett eggin í. Ef þau sökkva eru þau í lagi, en ef þau fljóta fara þau beint í ruslafötuna. Ef þú ert í vafa um hvort egg sé soðið eða …
Ólífur
Ef sett er sítrónusneið neðst í krukku með ólífum, eftir að búið er að opna krukkuna haldast ólífurnar lengur ferskar og fínar.
Paprika
Ef paprikan er orðin eitthvað slöpp, búin að missa stinnleikann og orðin svolítið krumpuð, er gott ráð að skera hana í tvennt, taka kjarnann út og láta hana liggja í köldu vatni í nokkra klukkustundir þá verður hún stinn og flott og hægt að nota hana með sóma.
Hvítlaukspressan
Ef sett er smá matarolía með í hvítlaukspressuna er auðveldara að kreista hvítlaukinn og ekki nóg með það, heldur er mun auðveldara að þrífa hvítlaukspressuna á eftir.
Að rífa ost
Ef sett er smá af matarolíu á rifjárnið, áður en osturinn er rifinn niður, þá klístrast hann ekki saman í hrúgu.
Spírandi kartöflur
Ef epli er sett í kartöflupokann þá spíra kartöflurnar síður, allavega spíra þær ekki jafn fljótt.
Að halda matreiðslubókinni opinni
Ef erfitt er að láta matreiðslubókina haldast á þeirri síðu sem uppskriftin er, sem verið er að nota, settu þá teygjur sitt hvoru megin til að halda henni opinni. Með þessum hætti, er síður hætta á, að búa til eftirrétt, með kjöti og grænum baunum -ódýr og þægileg lausn.
Þrif á útigrillinu
Útigasgrillið þarf að þrífa reglulega eins og hvert annað heimilistæki. Gott er að slökkva ekki strax á grillinu eftir notkun, heldur hækka hitann og leyfa mestu fitunni að brenna af grillgrindinni. Nudda svo með vírbursta yfir grindurnar á meðan þær eru enn heitar. Svo þarf reglulega að taka það vel …