
Rjúkandi útigrill
Til þess að reykur standi ekki upp frá grillinu, er gott ráð að henda grófu salti í glóðirnar, þannig losnar maður ekki bara við reykinn, heldur helst glóðin lengur heit.

Agave sýróp í stað sykurs
Ef skipta á sykri út í stað sýróps þá er gott að miða við 1 dl. sykur =1/3 -1/2 dl. Agave sýróp

Kókosolía í stað smjörlíkis
Ef þið viljið nota kókosolíu í stað smjörlíkis í uppskriftum þá er gott að miða við 1 dl. smjörlíki = ¾ dl. kókosolía

Agave sýróp
Agave sýróp er unnið úr kaktusplöntu sem ber sama nafn. Er það upprunalega ættað frá Mexíkó. Það er með mjög lágan sykurstuðul og veldur því miklu minni sveiflum í blóðsykri en sykur gerir. Þetta gerir það að verkum að margir með sykursýki 2 og Candida, geta notað Agave sýróp í …

Spelt í stað hveitis
Ef skipta á út hveiti fyrir spelt þá passar að nota sama magn af fínmöluðu spelti í stað hveitisins

Glútenlaust mjöl
Ef þið þolið ekki glútein getið þið búið til ykkar eigin mjölblöndu sem er létt og góð, til að nota í stað hveitis eða spelts í uppskriftum: 2 bollar hrísgrjónamjöl 2/3 bolli kartöflumjöl 1/3 bolli tapioca mjöl