Opnum gluggana
Árangursríkasta leiðin til að losna við sýkla úr umhverfi okkar er að opna gluggana á hýbýlum okkar og vinnustöðum. Þetta er ódýrasta og einfaldasta leiðin til hreinna lofts og bættrar heilsu. Þetta kom fram í The Public Library of Science journal. Rannsókn var gerð af breskum rannsakendum við Imperial College …
Of mikið hreinlæti?
Fimm sinnum fleiri Bandaríkjamenn bera ofnæmisvalda í sér, heldur en áður. Samkvæmt bandarískri rannsókn, sem fram fór á árunum 1988 til 1994, kemur fram að ríflega 50% Bandaríkjamanna á aldrinum 6 – 59 ára bera ofnæmisvalda í sér og það er allt að fimm sinnum hærri tala en sams konar …
Áhrif rafsviðs í svefnherberginu
Á meðan við sofum vinnur líkaminn að viðgerðum og uppbyggingu á sjálfum sér. Því ferli er stýrt með mjög veikum rafboðum sem berast auðveldlega um líkamann þar sem hann er að mestu úr vatni og vatn leiðir rafmagn vel. Hins vegar er ýmislegt sem getur truflað þessa uppbyggingu líkamans meðan …
Heilbrigði og hamingja!
– eftir Benediktu Jónsdóttur Hver er formúlan fyrir því? Draumur fólks er oftast að lifa hamingjusömu lífi og vera heilbrigt. Sömuleiðis óskar það öllum sem því þykir vænt um þess sama. Helst á svo að vera hægt að fara útí búð og kaupa hamingjuna í pilluformi og heilbrigðið í skrautlegum …
Rödd og réttur foreldra – Að taka upplýsta ákvörðun
Rödd og réttur foreldra – Að taka upplýsta ákvörðun Ég er þeirrar skoðunar að lyf eru ofmetin í okkar samfélagi og allt of mikil áhersla er lögð á lyflækningar í stað þess að notast við aðrar meðferðir og úrræði þegar sá möguleiki er fyrir hendi. Oft á tíðum er jafnvel …
Umhverfisvænar vörur
Samkvæmt frétt á vefsíðu Neytendasamtakanna hafa Íslendingar lítil tækifæri á að versla umhverfisvænar vörur. Samtökin könnuðu úrval af umhverfismerktum vörum í íslenskum verslunum og kom í ljós að úrvalið af umhverfismerktum vörum er mjög lítið og í engu samhengi við það mikla vöruúrval sem neytendum á hinum Norðurlöndunum stendur til …
Banna hefðbundnar ljósaperur
Í Morgunblaðinu 17. mars síðastliðinn var frétt um að leiðtogar innan Evrópusambandsins eru að skoða, hvort banna eigi hefðbundnar ljósaperur, til að vinna gegn gróðurhúsaáhrifum. Ástæðan fyrir þessari umræðu er sú að hefðbundnar ljósaperur vannýta orkuna allverulega. Þessar venjulegu ljósaperur, sem við eigum að venjast, breyta aðeins um 20 prósentum …
Flokkun garðaúrgangs
Það eru eflaust margir sem hafa hug á að byrja að vinna í garðinum um komandi helgi enda er um langa helgi að ræða, Hvítasunnuhelgina. Þá er gott að huga að flokkun garðaúrgangs og skilum hans til endurvinnslu. Á vefsíðu Sorpu kemur fram að flokka á garðaúrgang í þrennt. Númer …
Ætlar þú að keyra um á nagladekkjum í vetur?
Það er helst í mikilli hálku sem nagladekkin geta talist öruggari en aðrar dekkjategundir. Þó hefur rannsókn sýnt að loftbóludekk eru sambærileg nagladekkjunum hvað varðar hemlunarvegalengd á þurrum ís. Tíðarfar á Íslandi hefur verið að breytast mikið á síðustu árum og í Reykjavík fækkar stöðugt þeim dögum þar sem vetrarríki …
Loftbóludekk
Óskar hjá Gúmmívinnslunni á Akureyri sendi okkur eftirfarandi upplýsingar um loftbóludekkin, eftir að hafa lesið greinina okkar um Nagladekkin (lesa hér) Til hamingju með gott framtak. Var að sjálfsögðu ánægður að sjá umfjöllun um “loftbóludekk” á þessum vef og sendi ykkur hér með grein sem birtast mun í Akureyrarblaði nú …