
Góðar aðferðir við flösu
Mjög margir upplifa þann leiða kvilla einhvern tíma á ævinni að hafa flösu, sumir þó oftar en aðrir. Hvað er best að gera þegar að hvítu flygsurnar sitja í hárinu og á öxlunum? Til eru góð náttúruleg sjampó án hættulegra aukaefna í heilsubúðum landsins. Sjampó sem að innihalda Tea Tree …

Efni sem við setjum á húðina og í hárið
Nýleg rannsókn sem gerð var af Environmental Working Group í Bandaríkjunum, sýndi fram á hátt magn óæskilegra efna í mjög mörgum snyrti- og hreinlætisvörum. Mörg þessara óæskilegu efna eru talin krabbameinsvaldandi, en t.d. fleiri en helmingur af öllum barnasápum sem rannsakaðar voru, innihéldu mikið magn slíkra efna. Eitt af þessum …

Er tannkremið þitt “náttúrulegt”?
Eftir því sem vinsældir náttúrulegs lífsstíls fara vaxandi er komin aukin eftirspurn eftir “náttúrulegu” tannkremi. Mikið framboð er af slíkum tannkremum, ýmsar gerðir, margar bragðtegundir, með eða án flúors. Hins vegar er skilgreiningin “náttúrulegt” mjög á reiki, sérstaklega þegar tannkremið er án flúors. Í Bandaríkjunum eru flúortannkrem flokkuð til lyfja …

Nokkur náttúruleg ráð fyrir húðina
Húðin er stærsta líffærið okkar og það sýnilegasta. Hún gegnir fjölmörgum hlutverkum eins og að verja líffæri gegn meiðslum og sýkingum. Hún ver okkur fyrir sólbruna, ofþornun og hitabreytingum. Hún framleiðir D vítamín og gefur okkur kost á að skynja áferð umhverfisins, hart, mjúkt o.s.frv. Í húðsnyrtivörum eru yfirleitt fjölmörg …

Skaðleg efni í “náttúrulegum” snyrtivörum
Nýleg rannsókn hefur sýnt fram á að sumar “lífrænar” og “náttúrulegar” snyrtivörur innihalda efnið 1,4-Dioxane sem er bæði mengandi og krabbameinsvaldandi. Þetta efni hefur eituráhrif á nýru, taugakerfi, öndunarfæri og er mengunarvaldur í grunnvatni. Efnið hefur fundist í snyrtivörum eins og sjampói, sturtusápu og kremum frá fjölmörgum framleiðendum og m.a. …