Tea Tree Olía
Tea Tree olía er mjög sótthreinsandi. Er góð á sár, bólur og skordýrabit. Hún hefur einnig reynst vel á frunsur, þá skal bera á auma svæðið um leið og viðkomandi finnur að einkenni eru að byrja. Einnig hefur hún reynst vel við þrusku í munni og tásvepp. Olían vinnur vel …
Te sem vinnur á móti ofvexti líkamshára hjá konum
Ef konur hafa hátt hlutfall karlhormóna í líkamanum getur það leitt til kvilla sem nefnist hirsutism en það hefur verið þýtt sem ofloðna eða ofhæring á íslensku. Ofloðna lýsir sér sem hárvöxtur hjá konum á svæðum sem venjulega eingöngu karlar hafa mikinn hárvöxt á, þ.e. á maga, brjósti og í …
Sólhattur
Sólhattur hefur reynst prýðilega sem fyrirbyggjandi gegn kvefi og flensum. Einnig hefur hann gefist vel gegn hálsbólgu, eyrnabólgum og ennis- og kinnholubólgum. Hann hefur virkað vel við unglingabólum, við skordýrabitum og sárum. Mikill kostur við sólhatt er að auk þess að styrkja ónæmiskerfið, vinnur hann á sýklum, án þess að …
Rósailmur bætir minnið
Rósir eru eitt af fallegustu sköpunarverkum náttúrunnar. Þær gleðja augu og hjörtu þeirra, sem þær eiga og á horfa. Einnig er ilmur þeirra hreinn og seiðandi. Nú hefur komið í ljós að ilmur þeirra gerir meira en að gleðja. Jan Born og hans teymi við The University of Lubeck í …
Ólífulauf
Ólífulaufsþykkni hefur fengið viðurnefnið “pensilín nútímans”. Það er mjög virkt gegn sveppum, vírusum, sýklum og einnig gegn snýklum. Það dregur úr skaðsemi allra sjúkdómsvaldandi örvera, s.s. veira, baktería og sveppa. Það dregur úr bólgum í vefjagigt og vinnur á kvefi og flensum. Það vinnur einnig á herpessýkingum. Einnig má taka …
Hálsbólga
Settu teskeið af eplaediki í vatnsglas, skolaðu hálsinn (skrollaðu vökvanum) og kyngdu svo. Blandaðu ¼ bolla af eplaediki við ¼ bolla af hreinu, hráu hunangi. Taktu inn 1 matskeið 6 x á dag. Eplaedikið vinnur á bakteríunum. (Er líka gott við kvefi og öðrum sýkingum) Blandaðu 1 matskeið af hreinu, …
Ginseng
Ginseng er fyrst og fremst notað til að auka andlegt og líkamlegt starfsþrek. Þegar ginseng er notað, flytur blóðið aukið magn súrefnis til frumanna. Ginseng dregur úr stessi og eykur viðbragðstíma við áreitum, samhæfingu handa og flýtir fyrir því að ná sér eftir líkamlegar æfingar. Ginseng styrkir ónæmiskerfið og viðheldur …
Fjallagrös
Fjallagrös hafa ýmsa góða eiginleika, sem nýtast vel til lækninga. Þau eru talin hafa mýkjandi og græðandi áhrif á slímhúð í öndunarfærum og meltingarvegi og styrkja ónæmiskerfið. Einnig eru þau sýkladrepandi. Fjallagrös eru tilvalin í brauð, grauta, súpur og te.
Eyrnamergur
Stundum vill safnast mikill eyrnamergur í eyrum. Að hamast með eyrnapinnum til að þrífa eyrun getur verið hættulegt, sérstaklega þegar farið er of innarlega og nærri viðkvæmri hljóðhimnunni. Gott ráð er að hita upp smávegis af ólífuolíu og setja nokkra dropa í eyrun, setja svo bómullarhnoðra í eyrun í smástund …