Omega-3 og hegðunarvandamál
Fyrr á þessu ári var sagt frá rannsókn í vísindatímaritinu European Neuropsychopharmacology sem sýndi fram á jákvæð áhrif Omega 3 fitusýra á börn, með hegðunarraskanir eins og ofvirkni (ADHD), athyglisbrest (ADD) og tvíhverfa lyndisröskun (bipolar disorder). Hátt innihald EPA í Omega-3 fitusýrum var prófað á börnum á aldrinum 6 til …
Litar- og aukaefni í mat
Breskir rannsakendur frá The University of Southampton gerðu nýlega, enn eina rannsóknina um litar- og aukaefni í mat og hve mikil áhrif þessi efni geta haft á börn og hegðun þeirra. Áður hafa verið fundnar tengingar á milli ofvirkni og einbeitingaskorts og þess að litar- og eða ýmis aukaefni séu …
Fæðan sjálf alltaf betri en fæðubótarefnin
Samkvæmt nýjum rannsóknum veita appelsínurnar sjálfar fleiri andoxunarefni og meiri vörn, heldur en C-vítamín í töfluformi. C-vítamínríkir ávextir, sem eru fullir af andoxunarefnum verja frumurnar gegn skemmdum. Þátttakendum var gefið, annaðhvort glas af blóðappelsínusafa, glas af C-vítamínbættu vatni eða glas af sykurvatni, án nokkurs C-vítamíns. Í þeim tveimur hópum sem …
Grænt te gott gegn sjálfsónæmi
Enn og aftur birtist ný rannsókn sem að sýnir fram á kosti þess að drekka grænt te og nú gegn sjálfsónæmi. Rannsóknin var gerð á dýrum með sykursýki 1 og Sjögren´s sjúkdóminn á frumstigi. Tára- og munnvatnskirtlar skemmast þegar um Sjögren´s sjúkdóm er að ræða, en niðurstaðan var sú að …
Bláber eru góð fyrir ristilinn
Náttúrulega andoxunarefnið, pterostilbene, í bláberjum getur dregið úr áhættunni á þróun kabbameins í ristli. Dr. Bandaru S. Reddy, líffræðingur í Rutgers háskólanum í New Jersey, segir að allir ættu að bæta berjum í mataræði sitt og þá sérstaklega bláberjum. Andoxunarefnið pterostilbene, er mjög svipað andoxunarefninu resveratrol, sem að finnst í …
Diet drykkir, góðir eða slæmir?
Diet drykkir geta leitt til aukakílóa og fara einnig mjög illa með tennurnar. Milljónir um allan heim telja sig vera að drekka hollara gos, ef að þau drekka diet drykki með sætuefnum, í stað þeirra sem innihalda sykur. Diet drykkirnir innihalda færri hitaeiningar, en eru aftur á móti ekkert hollari …
Fosfórsýra í gosi
Samkvæmt skýrslu sem birtist í The Academy of General Dentistry um mánaðarmótin mars/apríl er það fosfórsýran í gosdrykkjunum sem fer einna verst með tennurnar. Fosfórsýran eyðir glerungi tannanna og þarf lítið magn til. Sykurinn í gosdrykkjunum hefur oftast verið nefndur sem orsakavaldur, en glerungurinn eyðist hratt hjá þeim sem að …
Tedrykkja vinnur á streitu
Það getur hjálpað til við að draga úr streitu að drekka te reglulega. Þetta kemur fram í rannsókn sem birtist í ritinu Psychopharmacology og var framkvæmd af teymi frá University College London (UCL). Rannsóknin fór fram á 75 karlmönnum sem skipt var í tvo hópa og stóð yfir í 6 …
Ólífuolía getur verndað meltingarkerfið gegn sjúkdómum
Jómfrúarólífuolía er uppfull af polyphenol, sem eru efnasambönd sem að innihalda mikið af andoxunarefnum og eru því afar nauðsynleg líkamanum. Polyphenol finnast einnig í berjum, súkkulaði, kakói, valhnetum og jarðhnetum, einnig í tei, bjór og léttvíni. Grænmeti og ávextir innihalda þessi efnasambönd og oftast er ávaxtahýðið með miklu magni polyphenola. …
Laukur til varnar beinþynningu
Laukur er mikill bragðbætir í matargerð og bráðhollur fyrir líkamann. Rannsóknir hafa sýnt að laukurinn sé einnig mjög góður fyrir beinmyndun. Háskólinn í Bern í Sviss, gerði rannsóknir með tilraunarottur og bættu lauk í fæðu þeirra. Niðurstöður þeirrar rannsókna sýndu að líkurnar á beinþynningu minnkuðu áberandi mikið. Með þessa rannsókn …