Höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð
Höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð er mjög milt meðferðarform. Notaður er mjög léttur þrýstingur eða tog á líkamann og fer meðferðin í flestum tilvikum fram með þeim hætti að þiggjandi meðferðarinnar liggur fullklæddur á bekk. Meðferðin er fólgin í því að nota ákveðna tækni og létta snertingu til að losa um spennu í bandvef …
Heilsumarkþjálfun
Heilsumarkþjálfun hefur verið að ryðja sér til rúms hér á allra síðustu misserum og hafa nú nokkrir meðferðaraðilar þegar lokið þessu námi hér á landi. Heilsumarkþjálfun byggist á að leiðbeina skjólstæðingum í að skoða hvar þeir eru staddir gagnvart heilsu sinni og lífsstíl og ákveða svo í framhaldinu hvaða breytingum þeir vilja ná …
EFT (Emotional Freedom Technique)
EFT er tækni sem hjálpar fólki við að takast á við erfiðar tilfinningar. Hún hefur einnig gagnast vel í að takast á við sjúkdóma og verki þar sem oft eru tilfinningar sem liggja til grundvallar veikindum okkar. Þessi tækni vinnur með orkubrautir líkamans og svipar þannig til nálastungna og þrýstipunktanudds. …
Dáleiðsla
Dáleiðsla er nokkurs konar sjálfssefjun. Við dáleiðslu er beitt tækni þar sem athyglinni er beint inn á eitt atriði sem er til skoðunar og sá sem er dáleiddur útilokar allt annað úr vitundinni. Þegar sá sem er dáleiddur er kominn í djúpa leiðslu er hann orðinn sefnæmur. Í þessu vitundarástandi …
Buteyko aðferð við astma
Buteyko aðferðin er viðurkennd aðferð til lækningar á astma. Aðferðin byggir að miklu leyti á því að stjórna öndun. Áhrif Buteyko-aðferðarinnar á astmaeinkenni eru fljótvirk og áþreifanleg. Hún hjálpar fólki að anda smám saman minna og að hreyfa sig í samræmi við andardráttinn. Allir sem eru 3ja ára eða eldri …
Bowentækni
Bowentækni er mjög létt meðferðarform sem hefur það að markmiði að virkja lækningarmátt okkar eigin líkama. Bowen tæknir beitir mjög léttri snertingu og oftast er hægt að beita tækninni í gegnum þunn föt. Meðferðaraðilinn notar röð mjúkra rúllandi hreyfinga, sem framkvæmdar eru með þumlum og fingrum, yfir ákveðna staði á …
Alexandertækni
Alexandertækni er meðferðarform sem hefur það að markmiði að vinna með líkamsbeitingu. Þar er unnið með að gera okkur meðvituð um líkamsstöðu okkar og röng líkamsbeiting er leiðrétt. Með rangri líkamsstöðu og hreyfingum myndum við spennu í líkamanum sem veldur okkur alls kyns vandamálum. Alexandertækni gengur út á að finna þessa …
Meðhöndlun með ilmkjarnaolíum
Tuttugasta öldin hefur í okkar vestræna heimi einkennst af mikilli efahyggju og þröngsýni gagnvart náttúrulegum meðhöndlunarformum og gefið þeim nafnið óhefðbundnar lækningar sem mér finnst lýsa mjög vel þeim hroka og virðingarleysi sem þessar aldagömlu aðferðir sem náttúran bíður okkur uppá hefur mátt þola. En jákvæðar breytingar hafa orðið á …
Ilmkjarnaolíur
Heilbrigður líkami og hugur er ómetanleg gjöf. Líkaminn er þannig úr garði gerður að hann er þess umkominn að vernda og endurheimta heilbrigði ef honum er gefið tækifæri til þess. Ilmkjarnaolíur geta gert mikið gagn til að viðhalda heilbrigði. Ilmolíur hafa fylgt manninum í gegnum aldirnar til yndisauka og til …
Blómadropar
Blómadropar – grein unnin upp úr viðtali við Írisi Sigurðardóttur sem birtist í Nýju lífi, árið 1999. Viðtalið tók Jónína Leósdóttir. Ertu undir miklu álagi þessa dagana? Ertu kvíðin(n), döpur(dapur), áhyggjufull(ur), útbrunnin(n) eða í uppnámi? Þá gætu blómadropar kannski komið ró á tilfinningalíf þitt og gert þér auðveldara að takast …