Crepes með grænmeti og bygggrjónum
Gerir 8 crepes
Pönnukökur
- 1 bolli spelti
- 1 msk lyftiduft
- 1 egg
- 1 bolli undanrenna
- 1 msk ólífuolía
Aðferð:
Blandið öllu saman og hitið pönnu (á um það bil næst hæsta hitastigi) og setjið smá ólífuolíu á pönnuna. Það gæti þurft að lækka á hitanum.
Bakið 6-8 frekar þykkar pönnukökur (setja eina ausu á pönnuna snögglega, þekjið pönnuna og hella restinni af deiginu aftur ofan í skálina með deiginu í, á að taka um 7 sekúndur í allt)
Fylling:
- 2 dl bygggrjón (má nota híðishrísgrjón)
- 100 gr sveppir, saxaðir frekar fínt
- 3 scallot laukar, saxaðir fínt (má nota blaðlauk líka)
- 2 hvítlauksrif, marin
- 1/2 tsk karrí
- 1 rauð eða gul paprika í bitum
- 1/2 tsk heilsusalt (Herbamere) og smá pipar
- 100 gr rifinn, magur ostur
- 2 msk Tamarisósa
Sinnepssósa:
- 4 msk sætt sinnep (varist – enginn viðbættur sykur)
- 1 tsk sinnepsfræ, svört en má líka nota ljós með
- 2 tsk ávaxtasykur
- 3 msk eða meira af létt-majónesi (2-6% fita). Einnig má nota 10% sýrðan rjóma
- 4 msk eða meira af AB-mjólk eða hreinni, fitulausri jógúrt
Aðferð:
Sjóðið bygggrjónin (híðisgrjónin).
Steikið laukinn og hvítlaukinn úr smá ólífuolíu og vatni.
Steikið sveppina upp úr Tamarisósu og vatni, bætið paprikunni saman við.
Í stórri skál, blandið saman grjónunum, sveppunum og bætið ostinum, paprikunni, sinnepsblöndunni, blaðlauknum, lauknum og kryddinu saman við.
Búið til meiri sinnepssósu ef ykkur finnst þessi ekki nóg (á að vera frekar mikið af henni, blandan má vera frekar blaut)
Setjið 3-5 msk af grjónafyllingunni (eftir því hvað þið viljið mikið) á hverja pönnuköku, rúllið þeim upp í böggla eða rúllið þeim upp eins og þykkum pönnukökum og leggið á bökunarpappír.
Bakið í 15-20 mínútur við 180°C.
Mjög gott að útbúa deginum áður, henda í ísskápinn og hita daginn eftir.
Líka upplagt í nestið ef þið getið hitað pönnukökurnar upp.
Fylltar pönnukökur má gjarnan frysta og hita svo upp í ofni.
Uppskrift: Sigrún Þorsteinsdóttir – cafesigrun.com
No Comment