Heilsa

Eiga konur að fara í brjóstamyndatökur?

Enn á ný er verið að rannsaka kosti og galla brjóstamyndatöku og hvort að raunin sé, að slíkar geri meiri skaða en að fyrirbyggja.

Nýjustu fregnir frá The American College of Physicians (ACP) voru birtar í aprílhefti Annals of Internal Medicine og segir þar, að ráðlegt sé fyrir konur að ráðfæra sig við sinn lækni áður en þær fara í brjóstamyndatöku.

Eftir að hafa rannsakað 117 brjóstarannsóknir, sem framkvæmdar voru á árabilinu milli 1966 og 2005, reyndust niðurstöðurnar, hjá konum eftir fertugt, mjög óljósar og bentu þær jafnvel til að einungis væri á milli 0-15% greinanlegur árangur.

Með þessa lágu tölu í huga og einnig þau slæmu áhrif á brjóstið og á konuna sjálfa (sjá: Brjóstamyndataka – góð eða slæm), ásamt geisluninni og oftar en ekki óþarfa sýnatöku, ætti að hugsa sig tvisvar um og leita sér allra upplýsinga, á eigin forsendum, áður en farið er í slíka myndatöku.

Dr. Amir Qaseem, leiðandi rannsóknarinnar nefnir að auðvitað sé einstaklingsbundið hve konur séu í miklum áhættuflokki og því væri nauðsynlegt fyrir hverja konu fyrir sig að ráðfæra sig við sinn lækni og skoða með honum bæði kosti og galla þess að fara í slíka myndatöku. Einnig sagði hann að þeir hefðu ekki á móti brjóstamyndatökum, nema að því leiti, að þeir efuðust oft um nauðsyn þeirra og árangur.

Brjóstamyndataka getur bjargað mannslífi, sagði Douglas K. Owens frá Stanford University, en hún getur einnig gert skaða. Því getum við ekki mælt með að allar konur fari í slíkar myndatökur, nema að vel athuguðu máli.

Á meðal lækna eru hætturnar á þessum myndatökum vel þekktar. Samkvæmt Dr. Samuel Epstein frá The Cancer Prevention Coalition, geta þær aukið áhættuna á að þróa krabbamein á meðal kvenna sem  ekki eru komnar yfir breytingaskeiðið. Venjan er að taka 4 myndir af hvoru brjósti og er geislunin á brjóstið við það u.þ.b. 1 rad (radiation absorbed dose) s.s. 1000 sinnum meiri en í venjulegri röntgenmyndatöku. Brjóst kvenna fyrir breytingaskeiðið eru mjög viðkvæm fyrir geislun og fyrir hvert auka rad, eykst áhættan á brjóstakrabbameini um 1%, sem gæti reiknast, að yfir 10 ára tímabil, ef konan fer árlega í brjóstamyndatöku eykst áhættan um 10%. Fyrir yngri konur er áhættan jafnvel enn meiri.

Previous post

D-vítamín eykur líkurnar á lengra lífi

Next post

Einkenni sykursýki

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *