SalötUppskriftir

Eplasalat

  • ½ hvítkálshaus
  • 2 græn epli
  • 1 búnt ferskar kryddjurtir, t.d. kóríander eða steinselja
  • ½ dl ristaðar heslihnetur*

Salatdressing:

  • 1 dl kasjúhnetur* lagðar í bleyti í a.m.k.2 klst (má vera meira)
  • ¾ dl vatn
  • 1-2 msk sítrónusafi
  • 1 msk lífrænt dijon sinnep*
  • 2 hvítlauksrif
  • 2 döðlur*
  • 1 tsk gott lífrænt karrý*
  • smá himalaya eða sjávarsalt

Rífið hvítkál og epli í fínu rifjárni, ég nota járnið sem býr til örþunnar sneiðar, og setjið í skál.

Fínt saxið kryddjurtirnar og ristið heslihneturnar og setjið útí.

Setjið kasjúhnetur + vatn + sítrónusafa í blandara og blandið saman.

Setjið sinnep + döðlur + hvítlauk + smá salt + karrý útí blandarann og blandið þar til þetta er orðið silkimjúkt.

Hellið sósunni yfir grænmetið og blandið saman.

Þetta salat er mjög gott með alls konar réttum bæði úr dýra og jurtaríkinu.

*fæst frá Himneskri hollustu

Uppskrift: Sólveig Eiríksdóttir

Previous post

Speltpastasalat m/pestó + sólþurrkuðum tómötum

Next post

Marinerað salat með tamari fræjum

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *