Heilsa

Er gagnlegt að láta fjarlægja háls- og nefkirtla?

Rannsóknir hafa sýnt að lítill sem enginn munur verður á tíðni sýkinga í öndunarfærum hjá börnum sem fara í hálskirtlatöku og hjá þeim sem ekki fara í slíka aðgerð.

Svipaðar niðurstöður hafa komið fram í öðrum rannsóknum sem hafa mælt áhrif nefkirtlatöku á tíðni endurtekinnar eyrnabólgu hjá börnum. Finnsk rannsókn sem gerð var árið 2004 skoðaði þetta og mældi jafnframt hvort drægi úr sársauka, hita, áhyggjum foreldra og læknisheimsóknum eftir aðgerð. Þrátt fyrir að örlítið drægi úr tíðni eyrnabólgunnar var munurinn svo lítill á öðrum þáttum að nefkirtlatakan þótti ekki almennt borga sig.

Þetta eru athyglisverðar niðurstöður þar sem stór hluti barna fær eyrnabólgu og kirtlatökuaðgerðir eru einar þær algengustu sem framkvæmdar eru. Það hefur reyndar dregið stórlega úr slíkum aðgerðum í Bandaríkjunum á síðustu árum en mun minna í Evrópu.

Þeir læknar sem hafa dregið úr ráðleggingum um kirtlatökuaðgerð mæla frekar með bólgueyðandi og verkjastillandi lyfjum til að slá á sársauka og hita.

Það má líka verjast endurteknum öndunarfærasýkingum hjá börnum í gegnum mataræði og reyna að sneyða hjá ákveðnum mat eins og:

  • gerilsneyddum mjólkurvörum
  • sykri og hveiti
  • gosi
  • tilbúnum ávaxtasöfum

Á móti er tilvalið að auka vægi næringar sem styrkir ónæmiskerfið, þar má nefna:

  • safa úr grænmeti, ekki eins sætur og ávaxtadjús og uppfullur af vítamínum. Svo er vatn alltaf frábær kostur
  • lýsi eða fiskiolíur, sérlega gott ónæmiskerfinu
  • Lífræn jógúrt og AB mjólk. Bætir við gagnlega gerlaflóru líkamans.

Ef barn þjáist af eyrnabólgu má setja smávegis af nýrri brjóstamjólk inn í hlustina, en það getur linað þjáningar á skömmum tíma. Það hafa þó ekki allir aðgang að brjóstamjólk og því má einnig pressa hvítlauksgeira í ólífuolíu og setja nokkra dropa af henni í eyrnagöngin.

Previous post

Ennisholusýkingar og fúkkalyf

Next post

Evrópsk lyfjafyrirtæki vilja aflétta banni

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *