Börn og unglingarFjölskyldanHeimilið

Er sjónvarpið notað sem barnapössun?

Það virðist vera svo, að í sumum fjölskyldum séu engin takmörk fyrir sjónvarpsáhorfi og að aldrei sé of snemmt að byrja að horfa á sjónvarp.

Nýlega voru birtar niðurstöður bandarískra rannsókna sem eru mjög sláandi. Þar kemur fram að 40% ungabarna horfi reglulega á sjónvarp eða vídeó, allt niður í 3 mánaða gömul börn og um 90% barna um 2ja ára aldurinn horfi reglulega á sjónvarpið. Meðalaldur barnanna, þar sem að þau byrjuðu að horfa reglulega á sjónvarpið, reyndist vera við 9 mánaða aldurinn.

Rannsóknin tók til meira en 1000 foreldra í janúarmánuði 2006. Frederick J. Zimmerman, prófessor við Háskólann í Washington, leiddi rannsóknina sem að sýnir meðaláhorfstíma barna þessara 1000 foreldra, upp að 2ja ára aldri. Meðaláhorf reyndist vera meira en 40 mínútur á dag, hjá börnum upp að 2ja ára aldri, en 2ja ára börnin hafi eytt að meðaltali u.þ.b. 1 og hálfum klukkutíma í að horfa á sjóvarpið daglega.

Þriðjungur foreldranna sögðu börnin horfa á efni sem að kenndi þeim eitthvað eða væri uppbyggjandi fyrir þau, en fimmtungur sagðist leyfa börnunum að horfa á sjónvarpið til að geta fengið næði frá þeim. Einungis horfði þriðjungur foreldranna á sjónvarpið með börnunum sínum.

 

Höfundur: Guðný Ósk Diðriksdóttir

Previous post

Áhrif dagvistunar á börn

Next post

Enn um áhrif hugans á frammistöðu

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *