Á heimilinuHeimiliðHreinsiefni / Þriftips

Eru flugur vandamál?

Nú er jörð að grænka, fuglar farnir að tísta og flugur að suða. Það eru þó ekki allir mjög ánægðir með suð flugnanna, sérstaklega ekki inni í íbúðarhúsum. Mikill óþrifnaður getur einnig verið af þeim og geta húsflugur borið með sér bakteríur og annan óáran.

Ef flugur eru vandamál á þínu heimili geturðu prófað þessi ómengandi og umhverfisvænu ráð.
Heimatilbúinn flugnapappír

  • 1/2 dl þykkt síróp
  • 1 dl sykur
  • pappírspoki

Blandið hráefnunum saman í skál. Klippið pappírspokann niður í 5 cm breiðar lengjur. Smyrjið innihaldi skálarinnar á pappírsstrimlana og hengið þá upp þar sem þörf er á flugnapappír. Ef strimlarnir hanga í loftinu er gagnlegt að setja skál undir þá ef sírópið skyldi leka.

  • Basilíkum úði (sem sumar flugur forðast)
  • 1 bolli basilíkum lauf
  • vatn

Settu basilíkum laufin í krukku. Helltu vatni yfir þau þannig að vatnið nái að fljóta yfir laufin. Hrærðu vel í og leyfðu vökvanum að standa í krukkunni yfir nótt. Síaðu laufin frá vökvanum og settu hann í úðabrúsa. Úðaðu blöndunni yfir svæði sem flugur herja á.

Annað gott ráð við að halda flugunni frá er að sníða flugnanet í alla glugga þannig að hún komist ekki inn.

Hreinleiki er einnig mikilvægur til að halda flugunni í lágmarki. Varist að hafa óuppvaskað eða matarleifar úti á borðum og eins er mikilvægt að þurrka vel af öllum borðum eftir máltíðir.

 

Höfundar: Hildur M. Jónsdóttir og Helga Björt Möller

Previous post

Húðburstun

Next post

Einföld ráð til að gera góða lykt á heimilinu

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *