Heilsa

Evrópsk lyfjafyrirtæki vilja aflétta banni

Í Evrópu eru í gildi lög sem banna bein samskipti milli lyfjafyrirtækja og sjúklinga. Þessi lyfjafyrirtæki eru nú sögð reyna að fá þessum lögum hnekkt en margir telja að það sé í því yfirskini að komast fram hjá auglýsingabanni á lyfjum.

Lyfjafyrirtækin segja tilganginn vera annan, nefnilega þann að þau geti veitt óhlutlægar heilsuupplýsingar til neytenda, án þess að auglýsa vörur sínar. Þeir halda því fram að skortur á upplýsingum sem sérstaklega eiga við Evrópubúa, geri sjúklingum erfitt fyrir að taka upplýstar ákvarðanir – sem leiðir til vannýtingar á lyfjum og það um leið dragi úr samkeppnisstöðu lyfjafyrirtækjanna á alþjóðlegum mörkuðum.

Lyfjafyrirtækin hafa enn ekki náð í gegn með þennan málaflutning. Alþjóðleg nefnd um heilbrigðismál svaraði þessum þrýstingi lyfjafyrirtækjanna, með hugmynd um að þróa frekar einhvers konar vottun sem hægt væri að setja á upplýsingaefni, sem væri áreiðanlegt og sem kæmi frá hlutlausum aðilum.

Previous post

Er gagnlegt að láta fjarlægja háls- og nefkirtla?

Next post

Eyrnabólga

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *