FæðubótarefniMataræði

Fæði til að koma í veg fyrir kvef og flensur

Hversu góð er mótstaða þín gegn kvefi og flensu? Er líkami þinn í góðu jafnvægi og getur hann hrist af sér þessa leiðindakvilla. Margt er hægt að gera til að styrkja líkamann og hjálpa til við að halda jafnvægi og góðri heilsu. Hluti af því er að þvo hendurnar reglulega og að taka C-vítamín. Sólhattur ætti að vera til á hverju heimili og byrja að taka við fyrstu einkenni. Eins er margt hægt að gera með mataræðinu til að styrkja mótstöðu líkamans og vernda gegn kvefi og flensum.

Kjúklingasúpa hefur verið kölluð náttúrulegt pensílín og lengi verið sögð allra meina bót. Heit kjúklingasúpa hreinsar stíflaðan öndunarveg og sökum mikilla næringarefna hleður hún líkamann af orku. Setja skal mikið af grænmeti, lauk og hvítlauk í súpuna til að fylla hana af auka næringu.

Kryddaður matur, sérstaklega ef kryddaður með hvítlauk og chilly, losar um stíflur. Radísur eru einnig taldar góðar. Indverskir réttir og mexíkanskir eru oft uppfullir af sterkum kryddum sem að talin eru góð. Má nefna cayenne pipar og engifer ásamt framantöldu.

Hvítlaukur inniheldur alliin sem að virkar stíflulosandi. Hann er uppfullur af andoxunarefnum og er bakteríudrepandi. Hann er einnig mikill bragðbætir í allan mat og ekki ætti að spara hann við matargerð.

Vökvi er mjög mikilvægur, ekki er þá verið að tala um kaffi, gos eða aðra sykurdrykki, heldur vatn og nóg af því. Einnig ferska nýpressaða ávaxtasafa, sem eru uppfullir af vítamínum og næringarefnum. Sumir vilja frekar heita drykki og fyrir þá má nefna grænt te, kamomillu-, piparmyntu- og engiferte. Ásamt heitu vatni með hunangi og sítrónu.

Sítrusávextir hlaða líkamann af C-vítamíni. Nýpressaður appelsínusafi með morgunmatnum og greipávöxtur í hádeginu hjálpa líkamanum mikið að byggja sig upp gegn flensum. Fyrir þá sem að reykja er sérlega nauðsynlegt að bæta við sig C-vítamíni.

C-vítamín fæst ekki eingöngu úr sítrusávöxtum, kartöflur, grænar paprikur, jarðarber og ananas eru C-vítamín auðug og ættu að vera í daglegu fæði, til að styrkja líkamann gegn kvefi og flensum.

Engifer, fersk rótin er töframeðal gegn hósta og hita, sem að oft eru fylgifiskar kvefs og flensu. Engiferte gert úr 2 matskeiðum af raspaðri rótinni og heitu vatni er ljúffengur drykkur og bráðhollur.

Munið að fituríkur, sætur ruslmatur og það að sleppa úr máltíðum dregur úr mótstöðu líkamans til þess að berjast á móti kvefi. Það að borða nóg af hollustu, ávexti, grænmeti og fitulitla, próteinríka fæðu, hjálpar ónæmiskerfinu og styrkir það í baráttunni við þessa algengu kvilla. 

Previous post

Eyrnamergur

Next post

Fíknin hverfur ekki með sígarettunni

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *