FæðubótarefniMataræði

Fita og kjöt ekki orsök blöðruhálskirtilskrabbameins

Mataræði sem er ríkt af fitu og kjöti eykur ekki líkurnar á að menn þrói með sér blöðruhálskirtilskrabbamein. Stór, bandarísk rannsókn sem gerð var á ólíkum þjóðarbrotum sýndi fram á þetta.

Rannsakað var mataræði 82.500 manna sem voru 45 ára eða eldri. Rannsökuð voru fjögur þjóðarbrot í Bandaríkjunum eða fólk sem átti uppruna sinn frá Afríku, Asíu, Suður Ameríku og Vesturlöndum.

Mælt var hvað mennirnir innbirgðu af ólíkum fitutegundum, kólesteróli, kjöti, fiski og fitu úr kjöti.

Eftir að fylgst hafði verið með hópnum í átta ár fundust engin tengsl milli neyslu á kjöti og fitu við blöðruhálskrabbamein. Veik verndandi áhrif fundust milli inntöku á omega 3 fitusýrum og blöðruhálskirtilskrabbameins í hvítum mönnum og mönnum frá Suður Ameríku.

Það sem er mikilvægt að hafa í huga til að fyrirbyggja og jafnvel til að hjálpa við meðferð blöðruhálskirtilskrabbameins er að:

  • Auka inntöku á Omega 3 fitusýrum.
  • Sneiða hjá hertri fitu (transfitusýrum).
  • Borða mikið af grænmeti og ávöxtum sem eru rík af lýkópeni, s.s. tómatar og vatnsmelónur.
  • Borða mikið af fæðu sem er rík af seleni, s.s. egg, kjúklingur og sólblómafræ.
  • Gæta þess að fá nóg af D-vítamíni.
  • Varast aukaefni í matvælum.
  • Varast streitu.
  • Og stunda reglulega hreyfingu.
Previous post

Fiskneysla getur dregið úr elliglöpum

Next post

Fjallagrös

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *